Saggavinur (Corticaria serrata)

Distribution

Evrópa, Asía, N-Afríka og N-Ameríka. Nákvæmari upplýsingar liggja ekki fyrir um útbreiðslu tegundarinnar.

Ísland: Í híbýlum á höfuðborgarsvæðinu; Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður; einnig fundinn í Grindavík, á Selfossi og Akureyri.

Life styles

Saggavinur lifir eingöngu í híbýlum hér á landi, þar sem raki kyndir undir vöxt myglusveppa. E.t.v. er hann of hitakær til að fá þrifist í peningshúsum. Það er annars lítt kannað. Bæði fullorðnar bjöllur og lirfur lifa á myglusveppum, bæði sveppþráðum og gróum. Fullorðnar bjöllur finnast allt árið um kring. Hvað almenna lífshætti varðar svipar þeim til lífshátta húsvinar (Latridius minutus).

In General

Saggavinur hefur e.t.v. borist til landsins á seinni hluta síðustu aldar. Hann kemur fyrst við sögu í Reykjavík í desember 1979. Síðan tekur hann að koma í leitir af og til í húsum á höfuðborgarsvæðinu, svo og í Grindavík (1990). Þó hann finnist af og til er því fjarri að hann geti talist algengur.

Saggavinur er agnarsmár eins og allir hans ættingjar, rauðbrúnn til svarbrúnn á lit. Hann líkist húsvini en er heldur grennri yfir skjaldvængina og ívið kúptari. Hálsskjöldur er verulega frábrugðinn og eru jaðrar hans einkennandi vörtóttir.

Distribution map

References

Fauna Europaea. Corticaria serrata. http://www.faunaeur.org/full_results.php?id=397901 [skoðað 1.6.2011]

Wikipedia. Corticaria serrata. http://no.wikipedia.org/wiki/Muggbiller [skoðað 1.6.2011]

Author

Erling Ólafsson 1. júní 2011, 18. janúar 2013, 5. júlí 2017

Biota

Tegund (Species)
Saggavinur (Corticaria serrata)