Grafönd (Anas acuta)

Distribution

Grafönd verpur í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu og er hér strjáll varpfugl víða um land, einkum í flæðilöndum á Norður- og Austurlandi.

Population

Stofninn hefur gróflega verið metinn innan við 500 pör (Arnþór Garðarsson 1975b). Grafönd er nær alger farfugl hér á landi. Þekktir eru nokkrir hausthópar, m.a. í Öxarfirði og Úthéraði og eru þeir stærstu nokkur hundruð fuglar. Á Mývatni hafa sést allt að 70 steggir á vorin (Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, óbirt gögn) og á öðrum votlendissvæðum sem vöktuð voru í Þingeyjarsýslu 2004−2015 hafa steggirnir flestir verið um 30 (Yann Kolbeinsson o.fl. 2016).

Shortlist

NT* (í yfirvofandi hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
NT* LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 6,8 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir):

Íslenski grafandarstofninn er ekki vel þekktur en talinn vera innan við 1.000 kynþroska fuglar og flokkast því strangt til tekið í nokkurri hættu (VU, D1). Þetta mat er hins vegar fært niður samkvæmt leiðbeiningum IUCN, enda getur íslenski grafandarstofninn ekki talist einangraður og er auk þess <1% af evrópska stofninum (1 flokkur). Endanlegt mat er því að grafönd sé í yfirvofandi hættu (NT).

Á Válista 2000 var grafönd flokkuð (eftir eldra kerfi IUCN) sem tegund í yfirvofandi hættu (LR, cd sem samsvarar NT). Frekar hefði átt að meta hana sem tegund í nokkurri hættu (VU) enda stofninn þá, eins og nú, líklega minni en 1.000 kynþroska einstaklingar og matið því í raun hið sama þá og nú.

Viðmið IUCN: (D)

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.1. Stofn talinn vera minni en 1000 kynþroska einstaklingar.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Grafönd var flokkuð sem tegund í yfirvofandi hættu (LR).

Protection

Grafönd er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Priority Site

Engir varp-, viðkomu- eða fjaðrafellistaðir hér á landi teljast alþjóðlega mikilvægir fyrir grafendur.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa /V-Afríka = 6.650 fuglar/birds; 2.217 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: NV-Evrópa = 650 fuglar/birds; 217 pör/pairs (Wetlands International 2016)

Images

Author

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Grafönd (Anas acuta)

English Summary

The Anas acuta population in Iceland is roughly estimated 500 pairs. No areas in Iceland meet IBA criteria for this species.

Icelandic Red list 2018: Near threatened (NT) as in 2000.