Helsingi (Branta leucopsis)

Distribution

Helsingjar urpu lengst af aðeins á A-Grænlandi, Svalbarða og nyrst í Rússlandi en verpa nú víða í Norður-Evrópu. Grænlensku fuglarnir fara um Ísland vor og haust á leið sinni til og frá vetrarstöðvum á Bretlandseyjum, aðallega í Skotlandi. Þeir halda einkum til í Skagafirði og Húnavatnssýslum á vorin en í Skaftafellssýslum á haustin. Helsingjar hafa auk þess orpið hér um áratugaskeið.

Population

Helsingjastofninn hefur vaxið mjög eins og aðrir helsingjastofnar í Evrópu. Hann var stærstur um 81 þúsund fuglar árið 2013 og hafði fækkað niður í 72 þúsund fugla árið 2018, m.a. vegna skipulagðra fækkunaraðgerða skoskra stjórnvalda (Mitchell og Hall 2018). Varp hefur verið hér meira og minna samfellt frá 1964, fyrst nokkur pör í Breiðafirði, en einnig í A-Skaftafellssýslu frá því laust fyrir 1990 og í vestursýslunni frá 1999, en þar voru um 80 pör 2009 (Kristinn Haukur Skarphéðins­son og Svenja N.V. Auhage 2012). Fuglum hefur fjölgað hratt á báðum þessum svæðum og fundust um 500 varppör í austursýslunni árið 2014 (Jóhann Helgi Stefánsson o.fl. 2015) og um 1000 hreiður í langstærsta varpinu þremur árum síðar (Snævarr Guðmundsson o.fl. 2018). Smærri vörp eru auk þess hér og hvar á landinu

Shortlist

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 10,5 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1986–2018

Helsingi er ekki á Válista 2018 en var metinn sem tegund í hættu (EN) á Válista 2000. Á þeim tíma var varpstofninn hér mjög fáliðaður en hefur vaxið mjög mikið síðan og uppfyllir því ekki lengur válistaviðmið.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Helsingi var flokkaður sem tegund í hættu (EN).

Protection

Helsingi er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Samkvæmt reglugerð 456/1994 er heimilt að veiða helsingja frá 1. september til 15. mars, nema í Skaftafellssýslum þar sem heimilt er að veiða helsingja frá 25. september til 15. mars.

Priority Site

Varpstöðvar helsingja á Breiðamerkursandi teljast alþjóð­lega mikilvægar (sjá töflu 1). Mörg viðkomusvæði uppfylla auk þess þessi tölulegu viðmið (sjá kort og töflu 2), og eru fjögur þeirra sérstaklega ­tilgreind.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa = 11.900 fuglar/birds; 3.730 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: Ísland/Bretlandseyjar = 810 fuglar/birds; 270 pör/pairs (Wetlands International 2016)

Tables

Tafla 1: Helsingjavarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Branta leucopsis in important bird areas in Iceland.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Hornafjörður–Kolgríma VOT-A_4 B 143 2014 20,4  
Breiðamerkursandur  VOT-A_5 B 364 2014 52,0 B1i
*byggt á Jóhann Helgi Stefánsson o.fl. 2015.

Tafla 2: Fjöldi helsingja á nokkrum hefðbundnum viðkomusvæðum – Number of Branta leucopsis in several traditional staging areas in Iceland.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (fuglar) Number (birds)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.**Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Hóp–Vatnsdalur VOT-N_3 P 8.508 1994 22,2 B1i
Skagi VOT-N_5 P 4.259 1994 11,1 B1i
Láglendi Skagafjarðar VOT-N_6 P 6.949 1994 18,1 B1i
Hornafjörður–Kolgríma1 VOT-A_4 P 10.000 2013 12,3 B1i
*aðallega byggt á Percival and Percival 1997. **Miðað við stofnstærð á hverjum tíma/Based on population size in a given year. Byggt á/Fom Wetlands International (2016). 1Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat/rough estimate.

Images

References

Halldór Walter Stefánsson 2016. Íslenski grágæsastofninn 2012: fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi. Náttúrustofa Austurlands, NA-160156. Neskaupsstaður: Náttúrustofa Austurlands.

Jóhann Helgi Stefánsson, Kristín Hermannsdóttir og Snævarr Guðmundsson 2015. Helsingjar í Austur-Skaftafellssýslu: stofnstærð og varpútbreiðsla 2014. Höfn í Hornafirði: Náttúrustofa Suðausturlands.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Svenja N.V. Auhage 2012. Helsingjar við Hólmsá. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-12008. Reykjavík: Garðabær.

Mitchell, C. og C. Hall 2018. Greenland Barnacle Geese Branta leucopsis in Britain and Ireland: results of the international census, spring 2018. Slimbridge: Wildfowl & Wetlands Trust Report.

Snævarr Guðmundsson, Kristín Hermannsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Skarphéðinn G. Þórisson, Hrafnhildur Ævarsdóttir, David Evans, Brynjúlfur Brynjólfsson og Björn Gísli Arnarson, 2018. Skúmey í Jökulsárlóni. Náttúrustofa Suðausturlands, Höfn í Hornafirði. 62 bls.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016]

Author

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Helsingi (Branta leucopsis)

English Summary

The NE-Greenland Branta leucopsis is mainly a passage migrant in Iceland, totalling 72,000 birds in 2018, down from 81,000 birds in 2013. It has bred regularly in Iceland since the late 1980s, mainly in the Southeast with 600+ pairs in 2014 and probably near 2,000 in 2018. One breeding area is designated IBA and tentatively four staging areas.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC), downlisted (i,e., the breeding population only) from Endangered (EN) in 2000.