Hrafnsönd (Melanitta nigra)

Distribution

Hrafnsönd verpur í Norður-Evrópu og í Síberíu austur fyrir Tamírskaga. Hún er sjaldgæfur og staðbundinn varpfugl hér á landi og verpur nær eingöngu í Þingeyjarsýslum og langmest við Mývatn. Er farfugl að mestu en tugir vetursetufugla hafa stundum fundist við Hvalnes- og Þvottárskriður allt frá 1977 (Arnþór Garðarsson, óbirt heimild; Fuglaathugunarstöð Suðausturlands, óbirt gögn). Þar er jafnframt helsti viðkomustaður hrafnsandar hér á landi á vorin og fram eftir sumri, þar sem mörg hundruð og jafnvel yfir 1.000 fuglar hafa sést (Fuglaathugunarstöð Suðausturlands, óbirt gögn).

Population

Hrafnsandarstofninn hefur vaxið upp á síðkastið og er nú 400−600 pör (Náttúru­rannsóknastöðin við Mývatn, óbirt gögn; Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn).

Shortlist

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 7,5 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1995–2018

Nær allur íslenski hrafnsandarstofninn verpur í Þingeyjarsýslum og þá aðallega við Mývatn. Þar hefur fuglunum fjölgað mikið upp á síðkastið (Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn) og hið sama á við um önnur vötn á svæðinu (Yann Kolbeinsson o.fl. 2018). Hrafnsönd uppfyllir því ekki lengur skilyrði til að vera á válista.

Hrafnsönd var á Válista 2000 sem tegund í nokkurri hættu (VU) vegna þess að stofninn var talinn minni en 1.000 kynþroska einstaklingar.

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Hrafnsönd var flokkuð sem tegund í nokkurri hættu (VU).

Protection

Hrafnsönd er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Priority Site

Engir varp-, viðkomu-, fjaðrafellistaðir eða vetrarstöðvar hér á landi teljast alþjóðlega mikilvægar fyrir hrafnsendur.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa = 9.000 fuglar/birds; 3.000 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: A4 i

Images

References

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Yann Kolbeinsson, Árni Einarsson, Arnþór Garðarsson, Aðalsteinn Örn Snæþórsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson 2018.  Ástand fuglastofna í Þingeyjarsýslum árið 2017. Náttúrustofa Norðausturlands og Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn. NNA-1802.

Author

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Hrafnsönd (Melanitta nigra)

English Summary

The Melanitta nigra population in Iceland is estimated 400–600 pairs. No areas in Iceland meet IBA criteria for this species.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC), downlisted from Vulnerable (VU) in 2000.