Fjallkjói (Stercorarius longicaudus)

Distribution

Fjallkjói verpur í heimskautslöndunum á norðurhveli og hefur vetursetu í suðurhöfum. Læmingjar eru kjörfæða á varpstöðvum og er því viðkoman afar misjöfn og í takti við sveiflur á læmingjastofnum. Fjallkjói fer hér um vor og haust og hafa fuglar oft sést hér inn til landsins (Bliki 1981-, Gunnlaugur Pétursson 1993, Gunnlaugur Pétursson og Gunnlaugur Þráinsson 1999) enda virðast fjallkjóar iðulega fljúga hér skemmstu leið yfir. 

Population

Varp var staðfest á Norðurlandi árið 2003 en fuglar höfðu sést á þeim stað um árabil (Daníel Bergmann 2008). Síðan hafa 1-2 pör sést á óðulum og stundum orpið (Bliki 1981-, Jóhann Óli Hilmarsson 2011-). Fleiri pör gætu hæglega leynst á þessum fáförnu og víðfeðmu slóðum.

Shortlist

VU** (í nokkurri hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
VU** LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 12,5 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir):

Afar fáir fjallkjóar verpa á Íslandi. Stofninn er innan við 50 kynþroska einstaklingar og ætti því að teljast í bráðri hættu (CR). Fjallkjói er hér er færður niður um tvo flokka samkvæmt leiðbeiningum IUCN vegna þess að ekki er hægt að tala um einangraðan stofn sem er að auki <1% Evrópustofns og eins eru miklar líkur á að hann gæti numið land hér að nýju. Fjallkjói telst því í nokkurri hættu (VU).

Viðmið IUCN: (D)

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Fjallkjói var ekki á válista.

Protection

Fjallkjói er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Priority Site

IBA viðmið – IBA criteria:

Óljós/uncertain.

References

Daníel Bergmann 2008. Sjaldgæfir varpfuglar. Fjallkjói. Fuglar 5: 28-31.

Bliki: Tímarit um fugla 1981- . Sjaldgæfir fuglar á Íslandi. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Gunnlaugur Pétursson 1993. Flækingsfuglar á Íslandi: Kjóar. Náttúrufræðingurinn 63:253-273.

Gunnlaugur Pétursson og Gunnlaugur Þráinsson 1999. Sjaldgæfir fuglar á Íslandi fyrir 1981. – Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 37. 246 bls.

Jóhann Óli Hilmarsson 2011- . Sjaldgæfir varpfuglar.  Fuglar, nr 8 og áfram.

Author

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Fjallkjói (Stercorarius longicaudus)

English Summary

Stercorarius longicaudus is passage migrant and a recent and very rare breeding bird in Iceland with 1-3 territories beeing occupied annually. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2018: Vulnerable (VU, D). Not applicable (NA) in 2000.