Haftyrðill (Alle alle)

Distribution

Haftyrðill er líklega algengasti sjófugl í Norður-Atlantshafi og er álitið að í stofninum séu tugmilljónir einstaklinga. Hér var hann sjaldgæfur varpfugl á tveimur stöðum norðanlands, en er enn algengur vetrargestur.

Population

Í upphafi 20. aldar voru talin 150-200 varppör í landinu, í Grímsey og á Langanesi. Varpstofninn dróst sífellt saman og frá því um 1950 var Grímsey eini þekkti varpstaðurinn (Finnur Guðmundsson 1972, Þorsteinn Einarsson 1959). Þar voru 5 til 6 fuglar á níunda áratugnum (Ævar Petersen 1982) aðeins eitt par var eftir árið 1993 (Ævar Petersen 1998) og frá 1997 hefur varpfugla ekki orðið vart (Ævar Petersen 1998). Allt bendir því til þess að haftyrðill sé horfinn úr tölu íslenskra varpfugla. 

Life styles

Haftyrðlar halda tryggð við maka sinn og hreiðurstað sem er í urðum og skriðum undir sjávarhömrum. Varpið á Íslandi hófst um miðjan maí, nokkru fyrr en á norðlægari slóðum. Eggið er eitt og klekst út á 3-4 vikum. Haftyrðillinn nærist á svifdýrum sem hann safnar í hálspoka þegar hann ber fæðu í ungann. Utan varptímans dvelur hann að mestu við hafísröndina en hrekst þó oft langa vegu undan illviðrum, jafnvel langt inn í land.

Shortlist

RE (útdauður á Íslandi)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
RE LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 15 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir):

Verpur ekki lengur á Íslandi, hætti varpi um 1995 (RE). 

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Útdauður sem varpfugl á Islandi (EW).

Global position

Haftyrðill er líklega algengasti sjófugl í Norður-Atlantshafi og er álitið að í stofninum séu tugmilljónir einstaklinga. Stofninum er því engin hætta búin þótt hann verpi ekki lengur á Íslandi.

Protection

Haftyrðill er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Images

References

Finnur Guðmundsson 1951. The effects of the recent climatic changes on the bird life of Iceland. – Proceedings of the Xth International Ornithological Congress: 502-514.

Finnur Guðmundsson 1972. Skýrsla [til Náttúruverndarráðs] um haftyrðilsvarp í Grímsey. 6 bls.

Þorsteinn Einarsson 1959. Haftyrðill. – Dýraverndarinn 45: 70-72.

Ævar Petersen 1982. Greinargerð um varp haftyrðils í Grímsey sumurin 1981 og 1982. 4 bls.

Ævar Petersen 1998. Íslenskir fuglar. – Vaka-Helgafell, Reykjavík. 312 bls.

Author

Kristinn Haukur Skarphéðinsson júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Haftyrðill (Alle alle)

English Summary

Alle alle is one of the most abundant seabird species in the North Atlantic. At the turn of the 20th century there were an estimated 150 to 200 breeding pairs in Iceland but the breeding population has declined steadily since. Only one pair remained in 1993 and since 1997 none has been seen at the last known breeding site, on the island of Grímsey, north of Iceland. 

Icelandic Red list 2018: Regionally extinct (RE) as in the 2000 assesment.