Jaðrakan (Limosa limosa)

Distribution

Jaðrakan verpur í Evrópu og sums staðar víða í Asíu allt til Kyrrahafs. Hann er algengur varpfugl hér á landi og hefur fjölgað mikið og breiðst út fram á síðustu ár. Íslenskir jaðrakanar heyra til sérstakrar deilitegundar, L. l. islandica, sem verpur nær eingöngu hér. Jaðrakan er alger farfugl, hefur vetursetu á Bretlandseyjum og á vesturströnd meginlands Evrópu, frá Hollandi suður til Spánar. 

Population

Varpstofn jaðrakans var á árunum 1999−2002 metinn um 19 þúsund pör út frá endurteknum álestrum á litmerktum fuglum (Tómas G. Gunnarsson o.fl. 2005). Gróft mat sem byggðist á þekktri og áætlaðri útbreiðslu og metnum þéttleika í helstu gróðurlendum leiddi til svipaðrar niðurstöðu (25.000 pör; Thorup 2006). Nýjasta matið sem byggir á hliðstæðum aðferðum en mun betri gögnum er 68 þúsund pör (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2017).

Árleg stofnvísitala er mæld á vetrarstöðvum (Gill o.fl. 2007, Lopes o.fl. 2013) og sýnir um 2% fjölgun á ári frá því um miðjan 8. áratug síðustu aldar. Vetrarstofninn var metinn 98−125 þúsund fuglar árið 2014 (van Roomen o.fl. 2015).

Dreifing og þéttleiki eftir vistlendum: Jaðrakan er eindreginn láglendisfugl og verpur einkum í votlendi (sjá kort 1). Hann hefur verið að dreifast um landið undanfarna öld og í seinni tíð jafnframt hækkað sig í landinu. Útbreiðsluaukningin er líkast til enn í gangi. Reiknuð stofnstærð er 67.600 pör sem verpa nær öll neðan 300 m (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2017). Mestur er þéttleiki í graslendi 12,9 pör/km², í ræktarlandi 7,8 pör/km² og mýravistum 7,0 pör/km². Mikilvægustu vistir eru graslendi (24.300 pör) og mýravistir (19.800 pör). Suðurlandsundirlendi er langmikilvægasta svæðið þar sem 28% stofnsins er að finna, en alls gætu 39% stofnsins orpið á mikilvægum svæðum (sjá töflu 1).

Shortlist

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC VU NT

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 8,6 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir):

Jaðrakanastofninn er stór, hefur vaxið og verpur dreift. Hann telst því ekki í hættu (LC).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Jaðrakan var ekki í hættu (LC).

Global position

Jaðrakan hefur fækkað á meginlandi Evrópu vegna aukinna landbúnaðarumsvifa á síðustu áratugum og er því á heimsválista sem tegund í yfirvofandi hættu (NT) og eins á evrópskum válista sem tegund í nokkurri hættu (VU; BirdLife International 2015). Þessi fækkun nær aðeins til L. l. limosa en ekki til þeirrar vel aðgreindu deilitegundar sem verpur hér.

Protection

Jaðrakan er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Priority Site

Á fartíma á vorin safnast jaðrakanar stundum í stóra hópa, svo sem á leirum, við grunn stöðuvötn, á flæðiengjum, túnbleytum og jafnvel kornökrum á síðari árum (sjá kort 2). Flestir þessara staða eru notaðir mjög óreglulega nema leirur (Tómas G. Gunnarsson, óbirt heimild). Langstærstu hóparnir sjást að jafnaði í Álftafirði eystra (allt að 5.000 fuglar) og á Mýrum og teljast þessi svæði og e.t.v nokkur önnur vera alþjóðlega mikilvæg fyrir jaðrakan (sjá töflu 2).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa/V-Afríka = 2.600 fuglar/birds; 867 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: Ísland = 1.110 fuglar/birds; 555 pör/pairs (Wetlands International 2016)

Tables

Tafla 1: Reiknaður fjöldi jaðrakana sem gæti orpið á þeim mikilvægu fuglasvæðum þar sem >1% íslenska stofnsins er að finna – Calculated number of breeding Limosa limosa within important bird areas with >1% of the Icelandic population.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur FG-V_10 B 2.119 2013 3,1  
Láglendi Skagafjarðar VOT-N_6 B 963 2013 1,4  
Úthérað VOT-A_3 B 1.364 2013 2,0  
Suðurlandsundirlendi VOT-S_3 B 19.134 2013 28,3  
Önnur mikilvæg svæði Other important areas   B 2.735 2013 4,0  
Alls–Total     26.315   38,9  
*Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl.data

Tafla 2: Mikilvægir viðkomustaðir jaðrakans að vori: meðalhámarksfjöldi – Important staging areas of Limosa limosa in spring in Iceland: mean maximum number.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (fuglar) Number (birds)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur FG-V_10 P 3.000 1999–2002 7,5 A4i, B1i, B2
Óshólmar Eyjafjarðarár FG-N_2 P 1.000 1999–2002 2,5 B2
Álftafjörður1 FG-A_3 P 4.000 1999–2002 10,0 A4i, B1i, B2
Skarðsfjörður2 FG-A_6 P 1.010 1999–2002 2,5 B2
*byggt á Tómas Grétar Gunnarsson o.fl. 2005 1Jennifer A. Gill o.fl., óbirt gögn/unpubl. data 2Regína Hreinsdóttir o.fl. 2006

Images

References

Birdlife International 2015. European red list of birds. Luxembourg: Official publication of the European communities. http://datazone.birdlife.org/userfiles/file/Species/erlob/EuropeanRedListOfBirds_June2015.pdf [skoðað 20.10.2016].

eBird 2012. An online database of bird distribution and abundance [vefforrit]. Ithaca, New York: eBird. http://www.ebird.org [skoðað 1.12.2016].

Einar Ó. Þorleifsson 1995. Útbreiðsla og fjöldi nokkurra votlendisfugla á Suðurlandsundirlendi ásamt votlendisskrá. BS-ritgerð við Háskóla Íslands, Reykjavík.

Gill, J.A., R.H.W. Langston, J.A. Alves, P.W. Atkinson, P. Bocher, N. Cidraes Vieira, N.J. Crockford, G. Gélinaud, N. Groen, T.G. Gunnarsson, B. Hayhow, J. Hooijmeijer, R. Kentie, D. Kleijn, P.M. Lourenço, J.A. Masero, F. Meunier, P.M. Potts, M. Roodbergen, H. Schekkerman, J. Schröder, E. Wymenga og T. Piersma 2007. Contrasting trends in two Black-tailed Godwit populations: a review of causes and recommendations. Wader Study Group Bulletin 114: 43–50.

Jóhann Óli Hilmarsson 2013. Fuglalíf við Dyrhólaós í Mýrdal. Unnið fyrir Samtök íbúa og hagsmunaðila í Mýrdal

Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen 2005. Fuglar á leirunni fyrir botni Eyjafjarðar: Talningar að vorlagi 1994-2004. Akureyri: Björgun ehf.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Nr. 55. 295 s. rafræn útgáfa leiðrétt í nóvember 2017. http://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_55.pdf.

Lopes, R.J., J.A. Alves, J.A. Gill, T.G. Gunnarsson, J.C.E.W. Hooijmeijer, P.M. Lourenço, J.M. Masero, T. Piersma, P.M. Potts, B. Rabaçal, S. Reis, J.M. Sánchez-Guzman, F. Santiago- Quesada og A. Villegas 2013. Do different subspecies of Black-tailed Godwit Limosa limosa overlap in Iberian wintering and staging areas? Validation with genetic markers. Journal of Ornithology 154(1): 35–40.

Regína Hreinsdóttir, Guðmundur A. Guðmundsson, Kristbjörn Egilsson og Guðmundur Guðjónsson 2006. Gróður og fuglalíf á rannsóknasvæði fyrirhugaðrar vega- og brúargerðar við Hornafjarðarfljót. Náttúru­fræðistofnun Íslands, NÍ-06015. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Thorup, O., ritstj. 2006. Breeding waders in Europe 2000. International Wader Studies 14. Thetford: International Wader Study Group. (Tölur yfir íslenska stofna byggjast á óbirtri samantekt: Guðmundur A. Guðmundsson 2002. – Estimates of breeding populations of Icelandic waders worked out for the „Breeding waders in Europe 2000” report).

Tómas, G. Gunnarsson, J.A. Gill, P.M. Potts, P.W. Atkinsson, R.E. Croger, G. Gélinaud, Arnþór Garðarsson og W.J. Sutherland 2005. Estimating population size in Black-tailed Godwits Limosa limosa islandica by colour-marking. Bird Study 52: 153–158.

van Roomen M., S. Nagy, R. Foppen, T. Dodman, G. Citegetse og A. Ndiaye 2015. Status of coastal waterbird populations in the East Atlantic Flyway. With special attention to flyway populations making use of the Wadden Sea. Leeuwarden, Hollandi: Programme Rich Wadden Sea; Nijmegen, Hollandi: Sovon; Wageningen, Hollandi: Wetlands International; Cambridge, Englandi: BirdLife International og Wilhelmshaven, Þýskalandi: Common Wadden Sea Secretariat. http://www.waddensea-secretariat.org/sites/default/files/downloads/status_coastal_birds_eaf_2014_1.pdf [skoðað 15.5.2017].

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016].

Þorkell Lindberg Þórarinsson og Aðalsteinn Örn Snæþórsson 2008. Farfuglar í fjörum í nágrenni Bakka á Tjörnesi að vori. Náttúrustofa Norðausturlands, NNA-08004. Húsavík: Náttúrustofa Norðausturlands.

Author

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Jaðrakan (Limosa limosa)

English Summary

The Limosa limosa population in Iceland is estimated 68,000 pairs, based on measured densities in different habitat types and known and probable distribution; 39% may nest in IBAs designated for other species. Furthermore, four staging sites are designated IBAs for this species.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.