Himbrimi (Gavia immer)

Distribution

Himbrimi er varpfugl í Norður-Ameríku, en einnig á Grænlandi og Íslandi. Auk þess koma hingað vetrar- og jafnvel fargestir frá Grænlandi (Finnur Guðmundsson 1972).

Population

Himbrimi er sjaldgæfur varpfugl hér á landi og hefur stofninn verið gróflega metinn 200−300 pör (Náttúrufræðistofnun Íslands 2000). Væntanlega er stofninn nú nokkuð stærri, enda eru þekktir varpstaðir og/eða óðul um 500 talsins og er varpið þéttast á Mýrum, heiðunum upp af Dölum, í Húnavatnssýslu og Borgarfirði, á Skaga, Norður-Sléttu, í grennd við Mývatn og í Veiðivötnum (sjá kort 1). Himbrimi er sennilega farfugl að einhverju leyti en hann sést allt í kringum land á vetrum (sjá kort 2).

Á haustin safnast himbrimar sums staðar í hópa, stundum tugum saman eins og á Reyðarvatni ofan Lundarreykjadals, Hlíðarvatni í Hnappadal, Þiðriksvallavatni í Steingrímsfirði og á Mývatni, þar sem þeir hópast reyndar líka á vorin. Mest er um himbrima á Þingvallavatni á haustin og hafa sést þar allt að 200 fuglar samtímis (Kjartan G. Magnússon og Páll Hersteinsson 2002). Um nokkurt skeið frá um 1980 og fram yfir 1990 hópuðust himbrimar saman á sjónum sunnan við Hafnir á Reykjanesskaga og sáust flestir 160 fuglar í vetrarfuglatalningum Náttúru­fræðistofnunar.

Shortlist

VU (í nokkurri hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
VU VU LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 9,8 árTímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1988–2017

Íslenski himbrimastofninn er fáliðaður (<1.000 kynþroska fuglar) og flokkast því sem tegund í nokkurri hættu (VU, D1).

Viðmið IUCN: D

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.1. Stofn talinn vera minni en 1000 kynþroska einstaklingar.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Himbrimi var flokkaður sem tegund í hættu (EN).

Protection

Himbrimi er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Priority Site

Himbrima hefur fækkað á vetrarstöðvum í Evrópu og er hann þar á válista sem tegund í nokkurri hættu (VU; BirdLife International 2015). Vísitölur vetrarfuglatalninga Náttúrufræðistofnunar benda til hægfara fjölgunar hér við land undanfarna áratugi.

Um 10 varpsvæði hér eru alþjóðlega mikilvæg fyrir himbrima (sjá töflu 1) og einn viðkomustaður á haustin (Þingvallavatn; sjá töflu 2). Ekki er vitað um neinar mikilvægar vetrarstöðvar en himbrimi sést allt í kringum land á þeim árstíma (sjá kort 2).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa (vetrarstofn/winter) = 50 fuglar/birds; 17 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: A4 i

Tables

Tafla 1: Himbrimavarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Gavia immer in important bird areas in Iceland.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (óðul) Number (territories)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur FG-V_10 B 22 2016 4,4 A4i, B1i, B2
Laxárdalsheiði VOT-V_3 B 25 2016 5,0 A4i, B1i, B2
Arnarvatnsheiði VOT-N_1 B 75 2016 15,0 A4i, B1i, B2
Víðidalstunguheiði–Blanda VOT-N_2 B 16 2016 3,2 B2
Skagi VOT-N_5 B 40 2016 8,0 A4i, B1i, B2
Mývatn–Laxá VOT-N_11 B 13 2016 2,6 B2
Melrakkaslétta  FG-N_4 B 16 2016 3,2 B2
Jökuldalsheiði VOT-A_2 B 8 2016 1,6  
Úthérað VOT-A_3 B 9 2016 1,8  
Veiðivötn1 VOT-S_2 B 19 2016 3,8 B2
Suðurlandsundirlendi VOT-S_3 B 11 2016 2,2 B2
Sogið–Þingvallavatn VOT-S_6 B 10 2016 2,0 B2
Önnur mikilvæg svæði Other important areas   B 15 2016 3,0  
Alls–Total     279   55,8  
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn 1Örn Óskarsson, pers. uppl./pers. com.

Tafla 2: Mikilvægur viðkomustaður himbrima á haustin – Important autumn staging area of Gavia immer in Iceland.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (fuglar) Number (birds)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Sogið–Þingvallavatn VOT-S_6 P 80 2013 10,7 A4i, B1i, B2
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn

Images

References

Birdlife International 2015. European red list of birds. Luxembourg: Official publication of the European communities. http://datazone.birdlife.org/userfiles/file/Species/erlob/EuropeanRedListOfBirds_June2015.pdf [skoðað 20.10.2016].

Finnur Guðmundsson. 1972. Grit as an indicator of the overseas origin of certain birds occurring in Iceland. Ibis 114: 582.

Kjartan G. Magnússon og Páll Hersteinsson 2002. Fuglar og spendýr á vatnasviði Þingvallavatns. Í Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson, ritstj. Þingvallavatn: undraheimur í mótun, bls. 97–187. Mál og Menning: Reykjavík.

Náttúrufræðistofnun Íslands 2000. Válisti 2: fuglar. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Author

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Himbrimi (Gavia immer)

English Summary

The Gavia immer population in Iceland is roughly estimated 200–300 pairs. Known breeding territories are c. 500, with 56% within IBAs, ten of which are specifically designated for this species. Furthermore, one staging area is designated IBA, holding 10% and sometimes 30% of the population.

Icelandic Red list 2018: Vulnerable (VU, D1), downlisted from EN in 2000.