Fölvastör (Carex livida)

Distribution

Sjaldgæf stör en er einna algengust utan til á Fljótsdalshéraði og við norðanverðan Faxaflóann, sjaldséð annars staðar. Venjulega vex hún aðeins á litlum blettum, þar sem flóarnir eru blautastir. Fölvastörin vex nær eingöngu á láglendi, hæstu fundarstaðir hennar eru á Fljótsheiði á Norðurlandi í um 250–330 m hæð, m.a. við Hrappstaðaselstjörn (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Vex eingöngu í rennblautum flóum sem dúa undan fótum manns (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Description

Meðalhá stör (15–25 sm) með eitt til tvö upprétt, stuttleggjuð, fáblóma kvenöx og eitt karlax í toppinn. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin blágræn, kjöluð og samanbrotin (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Eitt til tvö upprétt, stuttleggjuð, fáblóma kvenöx og eitt karlax í toppinn. Axhlífar brúnar með grænni miðtaug, snubbóttar. Hulstrið ljósblágrænt eða gulgrænt, trjónulaust. Þrjú fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist belgjastör en fölvastör hefur þéttstæðari, blómfærri kvenöx og ljósari, trjónulaus hulstur.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Vex eingöngu í rennblautum flóum sem dúa undan fótum manns (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Fölvastör (Carex livida)