Hrísastör (Carex adelostoma)

Habitat

Mýrar, tjarnarjaðrar, oft í basískum jarðvegi.

Description

Fremur hávaxin stör (30–80 sm) sem myndar breiður og hefur langar jarðrenglur, blöðin ljósgrágræn. Toppax keilulaga, hin egglaga.

Blað

Myndar breiður, langar jarðrenglur. Slíður vín- eða brúnrauð. Blöð ljósgrágræn, 1–2 mm breið, ná oft upp að öxunum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Axskipunin aflöng, með tveim til þrem egglaga öxum nema í toppinn, toppaxið er keilulaga, oftast eilítið stærra en hin (Lid og Lid 2005). Karlblómin eru neðst í toppaxinu, öxin upprétt. Hulstrið grænt og axhlífin löng og oddmjó (Hörður Kristinsson 1998).

Shortlist

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU DD

Forsendur flokkunar

Hrísastör flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 8 km2.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Hrísastör er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Hrísastör er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Mýrar, tjarnarjaðrar, oft í basískum jarðvegi.

Biota

Tegund (Species)
Hrísastör (Carex adelostoma)