Freyjubrá (Leucanthemum vulgare)

Distribution

Sjaldgæf (Hörður Kristinsson 1998).

Habitat

Aðeins sem slæðingur í sáðsléttum, túnum og görðum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Description

Hávaxin planta (30–60 sm) með gróftenntum blöðum og stórum blómkörfum með krans hvítra tungukrýndra blóma. Blómgast í júlí.

Blað

Stöngullinn með upphleyptum gárum. Blöðin tungulaga eða spaðalaga, óskipt en gróftennt, snögghærð eða hárlaus. Neðstu blöðin dragast saman í mjóan stilk en efri stöngulblöðin stilklaus og greipfætt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Ein toppstæð karfa á hverjum stöngli. Karfan 4–5 sm í þvermál. Jaðarblómin hvít og tungukrýnd. Tungukrónan 3–5 mm á breidd og 1,5–2,5 sm á lengd. Hvirfilblómin gul. Reifablöðin aflöng, græn með dökkbrúnum eða svörtum, himnukenndum jaðri (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst baldursbrá sem hefur eins körfur og blóm en þekkist á blöðunum sem eru fjaðursepótt eða tennt en ekki fjaðurskipt.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Aðeins sem slæðingur í sáðsléttum, túnum og görðum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Freyjubrá (Leucanthemum vulgare)