Glæsifífill (Hieracium elegantiforme)

Description

Undafífill með fimm til tíu stöngulblöð, smáar körfur, gul blóm.

Blað

Plöntur oftast án blaðhvirfingar á blómgunartíma. Stilklaus stöngulblöð með breiðum grunni, stundum mjög breiðum. Blöð tígullaga, oftast tennt, stundum gróftennt en geta verið heilrend, oftast græn en geta verið eitthvað rauðflekkótt eða dálítið bláleit. Stöngulblöð geta verið breiðust neðst og þríhyrnd. Stórvaxnar plöntur geta verið með eitt til hvirfingablöð á blómgunartíma. Hvirfingablöðin eru oftast aðeins eitt til fjögur. Stöngulblöðin eru þá oftast aðeins tvö til fjögur. Stönglar eru grannir og stundum fleiri en einn frá sömu rót. Á stórvöxnum plöntum eru stöngulblöð oftast fimm til níu (Bergþór Jóhannsson 2004).

Blóm

Körfur smáar. Stílar á þurrkuðum plöntum gulir, gulmórauðir, mórauðir, gráir eða jafnvel næstum svartir. Reifar dökkar, oftast talsvert hærðar en geta verið frekar snöggar. Kirtilhár á reifum mislöng, oft mjög löng þegar fá eða engin broddhár eru á reifum og eru þá kirtilhárin yfirgnæfandi hárgerð. Þótt kirtilhárin séu löng eða mjög löng er hnúðurinn oftast áberandi gulur. Stundum eru broddhárin yfirgnæfandi og lítið ber á kirtilhárum og stjarnhárum. Það er afar sjaldan sem stjarnhæring er það mikil að hún geti talist yfirgnæfandi. Kirtilhár á reifum löng, með dökkum stilk en hnúður oftast áberandi gulur (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Glæsifífill (Hieracium elegantiforme)