Arinfífill (Hieracium aquiliforme)

Útbreiðsla

Greinileg norðlæg útbreiðsla, hann er algengur á Vestfjörðum og á Norðurlandi er þetta líklega algengasta undafíflategundin. Annars staðar er hún dreifð en hún nær upp á hálendið. Hana virðist vanta að mestu á láglendið sunnanlands. Þessi tegund er af tegundahópi sem er útbreiddur um mestalla Evrópu (Bergþór Jóhannsson 2004).

Lýsing

Undafífill án stöngulblaða eða í mesta lagi með eitt blað, körfur smáar og reifablöð löng, blómin gul.

Blað

Plöntur án stöngulblaða eða með einu smáu stöngulblaði. Afar sjaldan með einu, nokkuð stóru stöngulblaði. Hvirfingablöð oft margvíslega löguð á sömu plöntu, egglaga, sporlaga eða lensulaga, oftast tennt, oft hvasstennt en smátennt. Stundum eru tennur nokkuð stórar á neðri hluta blaðs. Blöð geta verið heilrend. Blaðka vel afmörkuð frá stilk. Blöð mjókka stundum smám saman niður að stilk en eru stundum þverstýfð að neðan. Blöð oftast græn, sjaldan eitthvað rauðleit eða bláleit. Blöð lítið hærð. Efra borð oft broddháralaust en stundum með broddhárum. Stjarnhár oft allþétt á neðra borði og stundum er nokkuð af þeim á efra borði. Á körfustilkum eru löng kirtilhár, einnig stjarnhár og oftast eitthvað af broddhárum en þau vantar stundum alveg (Bergþór Jóhannsson 2004).

Blóm

Körfur smáar, frekar smáar eða mjög smáar. Reifablöð löng og mjó. Kirtilhár á reifum löng eða mjög löng. Kirtilhár mest áberandi hárgerð á reifum. Kirtilhár áberandi á körfustilkum. Stílar á þurrkuðum eintökum oftast nálægt því að vera gulmórauðir eða grámórauðir en geta verið gulgráir, grágulir, gráir eða grásvartir, sjaldan svo til eða alveg hreingulir. Reifar dökkar. Innri reifablöð eru þó stundum frekar ljós. Löng kirtilhár mest áberandi hárgerð á reifum. Oftast eru kirtilhárin svört en stundum er hnúðurinn gulur. Stjarnhár oft áberandi á jöðrum reifa og stundum einnig á baki reifablaða. Broddhárafjöldi nokkuð misjafn en oftast eru broddhár lítið áberandi og vantar oft að mestu eða alveg. Broddhár oft neðan til og aðeins fremsti hlutinn ljós. Stundum eru broddhárin öll dökk (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Útbreiðsla - Arinfífill (Hieracium aquiliforme)
Útbreiðsla: Arinfífill (Hieracium aquiliforme)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |