Tígulfífill (Hieracium arctocerinthe)

Lýsing

Undafífill með blaðhvirfingu og eitt til þrjú stöngulblöð, körfur stórar og blómin gul.

Blað

Plöntur með blaðhvirfingu og eitt til þrjú stöngulblöð. Oftast er aðeins eitt stórt stöngulblað og er það oft með greinilega greipfættum stilk. Stundum er aðeins eitt afar lítið stöngulblað. Blöð hvasstennt og oft gróftennt, tígullensulaga eða tígullaga. Neðstu hvirfilblöð egglaga. Blöð græn eða gulleit, sjaldan eitthvað rauðleit. Blaðstilkar oft mikið hærðir, einnig neðstu hvirfingblöð. Hæring á blaðröndum oft mikil. Blöð hærð á neðra borði, stundum einnig á efra borði en efra borðið er oft hárlaust eða hárlítið (Bergþór Jóhannsson 2004).

Blóm

Körfur stórar, kafloðnar af löngum, ljósum broddhárum. Grunnur broddhára er svartur og getur sá litur náð nokkuð upp eftir hárunum. Kiritilhár á reifum oftast í meðallagi löng og eru ekki mikið áberandi í hæringunni. Hnúður kirtilhára getur verið gulur. Stjarnhár á jöðrum reifablaða og oft einnig á baki þeirra. Stjarnhæring getur verið nokkuð áberandi. Tungutennur hærðar. Broddhár eru mest áberandi hárgerð á reifum. Reifablöð frammjó. Stílar á þurrkuðum plöntum gulmórauðir, mórauðir, svartir eða gulgráir, stundum næstum gulir (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Útbreiðsla - Tígulfífill (Hieracium arctocerinthe)
Útbreiðsla: Tígulfífill (Hieracium arctocerinthe)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |