Hærufífill (Hieracium leucodetum)

Lýsing

Undafífill sem oftast er með eitt fremur stórt stöngulblað, gjarna greipfætt. Körfur nokkuð stórar og blómin gul.

Blað

Plöntur með blaðhvirfingu og oftast með einu nokkuð stóru stöngulblaði sem oft er greipfætt. Stundum eru tvö nokkuð stór stöngulblöð og stundum er stöngulblaðið mjög lítið og það getur vantað. Blöð græn, stundum gulleit eða bláleit, geta verið rauðleit, sporlaga, egglaga, egglensulaga, stundum kringlótt, lítið hærð. Blöð oftast heilrend eða svo til heilrend (Bergþór Jóhannsson 2004).

Blóm

Körfur stórar eða frekar stórar. Stjarnhár oftast mest áberandi hárgerð á reifum. Jaðrar reifablaðanna eru þá gráloðnir og oft eru stjarnhár einnig áberandi á baki reifablaða. Broddhár á reifum löng, ljós, geta verið nokkuð áberandi en eru það oftast ekki. Kirtilhár dökk, löng, ljós, geta verið nokkuð áberandi en eru það oftast ekki. Kirtilhár dökk, löng eða í meðallagi löng, yfirleitt ekki mikið áberandi. Reifablöð frammjó. Tungutennur hærðar. Stílar á þurrkuðum plöntum mórauðir, gráir, svartir eða grágulir (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Útbreiðsla - Hærufífill (Hieracium leucodetum)
Útbreiðsla: Hærufífill (Hieracium leucodetum)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |