Vargsfífill (Hieracium lygistodon)

Lýsing

Undafífill með eitt til þrjú eða fleiri stöngulblöð. Ein til fjórar körfur á hverjum stöngli, blómin gul.

Blað

Stöngulblöð oftast eitt til þrjú, geta verið fleiri. Hvirfingblöð oftast tungulaga, frekar snubbótt í endann, oftast eitthvað tennt og stundum með hvössum, krókbognum tönnum neðst. Blöð geta verið heilrend. Blöð mjókka smám saman niður að stilk. Smæstu hvirfingblöðin geta verið næstum kringlótt. Blöð oftast græn en geta verið rauðleit eða rauðflekkótt.

Blóm

Oft er ein karfa á stöngli en þær geta verið fleiri, alloft tvær til fjórar. Körfur á stórvöxnum eintökum stórar en á smærri eintökum eru þær oft miðlungsstórar. Reifar kafloðnar af mjög löngum broddhárum. Fjöldi stuttra, gulra kirtilhára á reifum. Stjarnhár oftast aðeins neðst á körfum. Stundum má finna dreifð stjarnhár á jöðrum reifablaða og á stangli á bakhlið þeirra. Stutt, gul kirtilhár á blaðröndum og oft víðar á blöðunum. Stílar á þurrkuðum plöntum oftast svartir en geta verið grámórauðir, mórauðir eða gulgráir, stöku sinnum allt að því gulir. Broddhár á reifum bein, dökk neðst en ljós eða gráleit framan til (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Útbreiðsla - Vargsfífill (Hieracium lygistodon)
Útbreiðsla: Vargsfífill (Hieracium lygistodon)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |