Grámulla (Omalotheca supina)

Mynd af Grámulla (Omalotheca supina)
Picture: Hörður Kristinsson
Grámulla (Omalotheca supina)

Útbreiðsla

Algeng til fjalla og á hálendinu, vantar á láglendi þar sem snjólétt er en fer niður undir sjó á snjóþungum svæðum. Vex oft innan um fjallasmára (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Snjódældir og lautadrög til fjalla, einnig á láglendi í snjóþungum héruðum (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Smávaxin jurt (2–8 sm), mjög loðin, með fáar litlar blómkörfu. Blómgast í júní.

Blað

Stöngullinn og blöðin ullhærð. Blöðin nær striklaga, mjókka í endann, 1,5–3 mm breið og um 1–1,5 sm á lengd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin nokkur saman í fáum, litlum körfum efst á stöngulendanum. Körfurnar umluktar svartleitum reifum. Reifablöðin svarbrún utan til en græn umhverfis miðtaugina, stundum með purpurarauðu belti. Blómin öll pípukrýnd. Krónupípan 3–4 mm löng, brúnleit í endann með fimm flipum, fjólubláleit á belti þar fyrir neðan en ljósgræn neðst. Aðeins hinn brúni efsti hluti krónunnar er sýnilegur út úr körfunni (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Hárkrans umhverfis aldinið (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst fjallalójurt og grámyglu. Fjallalójurtin vex ekki í snjódældum og hefur allt aðra blaðlögun. Grámygla þekkist best á hinum marggreinda stöngli, eins vantar hana stofnstæðar blaðhvirfingar.

Útbreiðsla - Grámulla (Omalotheca supina)
Útbreiðsla: Grámulla (Omalotheca supina)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |