Skrautfífill (Hieracium thulense)

Description

Undafífill án blaðhvirfingar á blómgunartíma, stöngulblöð mörg, stilklaus og með breiðum grunni. Blómin gul.

Blað

Plöntur án blaðhvirfingar á blómgunartíma. Stilklaus stöngulblöð með mjög breiðum grunni. Stöngulblöðin oftast 12–30 talsins (Bergþór Jóhannsson 2004).

Blóm

Reifar dökkar, frekar snubbóttar. Kirtilhárin mest áberandi hárgerð á reifum, mjög löng og dökk. Stílar á þurrkuðum plöntum dökkir (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Skrautfífill (Hieracium thulense)