Picture: Hörður Kristinsson
Baldursbrá (Tripleurospermum maritimum)
Picture: Hörður Kristinsson
Baldursbrá (Tripleurospermum maritimum)
Picture: Hörður Kristinsson
Baldursbrá (Tripleurospermum maritimum)
Útbreiðsla
Víða við þéttbýli (Hörður Kristinsson 1998).
Almennt
Áður fyrr var baldursbrá notuð til að leiða tíðir, leysa dautt fóstur frá konum, eftirburð og staðið blóð. Te af henni þótti hjartastyrkjandi og ormadrepandi svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur verið kölluð fuðarjurt og móðurjurt vegna lækningamáttar síns á kvensjúkdóma (Ágúst H. Bjarnason 1994).
Búsvæði
Sorphaugar, hlaðvarpar og önnur athafnasvæði, einnig í fjörusandi (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Stór jurt (20–60 sm) með margskiptum blöðum og stórum hvítum blómkörfum, með gulum pípukrýndum blómum í miðjunni. Blómgast í júlí.
Blað
Stöngullinn og greinarnar gáraðar. Blöðin fjaðurskipt, með margskiptum smáblöðum og striklaga flipum (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Plantan með mörgum körfum sem eru um 3–5 sm í þvermál. Jaðarblómin hvít, tungukrónan 3–5 mm á breidd og 1,5 sm á lengd. Hvirfilblómin gerð af gulum pípukrúnum á kúptum botni. Reifablöðin aflöng, græn með dökkbrúnum eða svörtum, himnukenndum jaðri (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist freyjubrá sem hefur eins körfur og blóm en gjörólík blöð, freyjubrá hefur fjaðursepótt eða tennt blöð en ekki fjaðurskipt. Hlaðkolla hefur lík blöð en þekkist á því að engin hvít jaðarblóm eru í körfunum.
Útbreiðsla: Baldursbrá (Tripleurospermum maritimum)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top