Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis)

Distribution

Innflutt tegund sem hefur verið sáð víða, bæði í skógræktarlöndum, á landgræðslusvæðum, við sumarbústaði og á víðavangi. Hún breiðist töluvert út af sjálfsdáðum með fræjum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

In General

Lúpínan er mjög öflug landgræðslujurt og getur grætt upp víðáttumiklar auðnir á skömmum tíma í höndum þeirra sem með hana kunna að fara. Á hinn bóginn ber að varast að setja hana í eða nálægt grónu landi, sem mönnum er annt um, því ef hún kemst í mólendi leggur hún það undir sig smátt og smátt og eyðir úr því flestum tegundum sem einkenna mólendið.

Nytjar

Nýtt til að bæta áburðarsnauðan jarðveg og græða upp mela.

Habitat

Kjörsvæði lúpínunnar eru melar, áreyrar og rýrt mólendi, hana er þó víða að finna (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Description

Hávaxin planta (30–90 sm) með fingruð blöð og langa klasa blárra blóma. Blómgast í júní–júlí.

Blóm

Blómin eru einsamhverf, mörg saman í 20–30 sm löngum klasa, blómleggirnir um 1 sm á lengd, loðnir. Krónan fimmdeild, óregluleg, að mestu blá eða fjólublá. Efsta krónublaðið, fáninn, með aftursveigðum hliðum, rauður að framan með smáum, svörtum dílum, vængirnir hylja tvö neðstu krónublöðin sem eru samvaxin í kjöl með háu, dökkfjólubláu stefni. Bikarinn loðinn. Fræflar tíu, allir samvaxnir í hólk meðan til, uppsveigðir í endann með fagurgulum frjóhirslum. Frævan með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið 2–5 sm langur, loðinn belgur (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Kjörsvæði lúpínunnar eru melar, áreyrar og rýrt mólendi, hana er þó víða að finna (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis)