Melasól (Papaver radicatum)

Distribution

Algeng í sumum landshlutum, í öðrum aðeins til fjalla. Hún er algengust á Vestfjörðum en töluvert einnig á Austfjörðum. Á Norðurlandi vex hún aðeins hátt til fjalla (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

In General

Melasól var talin góð við svefnleysi og fékk því nafnið svefngras. Eins þótti hún góð við verkjum og sinadrætti (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Habitat

Melar og sendinn jarðvegur, klettar eða fjallarindar (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Fremur lágvaxin planta (8–20 sm), hærð og blómstrar stórum hvítum, fölgulum eða fölbleikum blómum í júní.

Blað

Stönglarnir blaðlausir, brúnhærðir. Blöðin í stofnhvirfingum, stilkuð, fjaðurflipótt eða sepótt, grófhærð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 2,5–3 sm í þvermál og oftast gul á litinn en stundum bleik eða hvít. Krónublöðin fjögur. Bikarblöðin tvö, dökkloðin, falla strax af við blómgun. Fræflar margir. Ein stór (8–12 mm) stíllaus fræva, alsett svörtum, stinnum hárum með kross eða stjörnulaga, fjögurra til fimm arma fræni ofan á flötum toppnum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er sáldhýði með götum í röð undir þakinu, fræin fjörmörg, örsmá (Hörður Kristinsson 1998).

Afbrigði

Á Vestfjörðum eru einnig til hvít eða bleik afbrigði. Þessi afbrigði kallast Stefánssól og eru mjög sjaldgæf.

Greining

Líkist helst garðasól sem er með hárlaus blöð, margskiptara fræni og miklu stærri blóm. Annars auðþekkt á stórum fjórdeildum blómum.

Shortlist

Afbrigðið ssp. Stefanssonii, stefánssól, er á válista í hættuflokki VU (í nokkurri hættu). 

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Melar og sendinn jarðvegur, klettar eða fjallarindar (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Melasól (Papaver radicatum)