Tjarnablaðka (Persicaria amphibia)

Distribution

Mjög sjaldgæf, aðeins fundin á tveim stöðum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Grunn stöðuvötn eða stórar tjarnir (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Stórvaxin vatnajurt (20–60 sm) með rauðmenguðum blöðum og bleikum blómklösum. Blómgast í júlí.

Blað

Jurtin hárlaus. Blöðin mjóegglaga eða lensulaga, stakstæð, 4–13 sm á lengd og 1,5–3 sm á breidd, grágræn eða nokkuð rauðleit, stilkuð, slíðurfætt. Blaðkan með skýrum miðstreng og reglulegum hliðarstrengjum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin mörg saman í axi efst á stönglinum, fimmdeild. Krónublöðin rauðbleik á lit, snubbótt. Fræflar fimm, frævan með tveim stílum, samvöxnum neðst (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Auðþekkt í blóma. Óblómguð líkist hún nykru en þekkist best á greinilega fjaðurstrengjóttum blöðkum, oft með þverum grunni.

Shortlist

EN (tegund í hættu)

ÍslandHeimsválisti
EN LC

Forsendur flokkunar

Tjarnarblaðka er fundin á fjórum stöðum á vestan- og sunnanverðu landinu en virðist horfin af einum fundarstaðanna.

Viðmið IUCN: B1; B2ab(v)

B1. Útbreiðsla áætluð minni en 100 km2.B2. Dvalar- eða vaxtarsvæði áætlað minna en 10 km2 og mat bendir til að:a. Útbreiðsla stofns er mjög slitrótt eða takmörkuð við aðeins einn stað.    b. Stofn hefur sífellt minnkað samkvæmt athugun, ályktun eða áætlun einhvers eftirfarandi þátta;(iv) fjölda fundarstaða eða undirstofna.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Tjarnablaðka er á válista í hættuflokki EN (í hættu).

Válisti 1996: Tjarnablaðka er á válista í hættuflokki EN (í hættu).

Protection

Tjarnablaðka er friðuð samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Grunn stöðuvötn eða stórar tjarnir (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Tjarnablaðka (Persicaria amphibia)