Skollakambur (Struthiopteris spicant)

Distribution

Sjaldgæfur á Íslandi. Hann vex eingöngu á láglendum svæðum (mest neðan 200 m) þar sem snjóþyngsli eru mjög mikil. Til dæmis er hann með algengari burknum í Héðinsfirði. Hann vex einnig á Ólafsfirði, Siglufirði, í Fjörðum og sums staðar á Vestfjörðum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Snjódældabollar og gilskorningar, einkum neðan til í fjöllum en finnst einnig við jarðhita (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Meðalhár burkni (15–35 sm) með sígræn blöð, fjaðurskipt eða djúpflipótt.

Blað

Blöðin vaxa upp af sterkum jarðstöngli, sígræn, fjaðurskipt eða djúpflipótt, með 30–45 heilrendum, ofurlítið odddregnum bleðlum hvoru megin. Bleðlarnir 1–2 sm á lengd en 2–4 mm á breidd, lengstir um miðju. Gróbæru blöðin frábrugðin, upprétt, fjöðruð, eins og tvíhliða kambur í lögun; bleðlar þeirra örmjóir (1 mm). Stilkur blöðkunnar er aðeins 1/5–1/4 af heildarlengd hennar, nema á gróbæru blöðunum þar sem hann getur verið helmingur hæðarinnar (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróhirslur í samfelldum línum á neðra borði bleðla gróbæru blaðanna (Hörður Kristinsson 1998).

Afbrigði

Afbrigðið var. fallax, tunguskollakambur, er smávaxið jarðhitaafbrigði og á því eru gróbæru blöðin eins og hin blöðin (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst skjaldburkna en hann er með tennt smáblöð, ólíkt skollakambi (Hörður Kristinsson 1998).

Protection

Afbrigðið var. fallax, tunguskollakambur, er á válista í hættuflokki EN (í hættu). Tunguskollakambur er friðaður samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Snjódældabollar og gilskorningar, einkum neðan til í fjöllum en finnst einnig við jarðhita (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Skollakambur (Struthiopteris spicant)