Fréttir

 • 13.12.2006

  Mikill vatnsleki í Náttúrugripasafninu

  Mikill vatnsleki í Náttúrugripasafninu

  13.12.2006

  Geirfuglinn umkringdur björgunarmönnumGeirfuglinn, einn verðmætasti safngripur Náttúrufræðistofnunar, virðist hafa sloppið við skemmdir í vatnsskaða sem varð í sýningarsölum stofnunarinnar í gær, þriðjudag. Tæring í röri í tækjaklefa leiddi til þess að nokkur hundruð lítrar af heitu vatni láku inn í sýningarsal á 4. hæð og niður á milli hæða inn í sýningarskápa á 3. hæð.

 • 12.12.2006

  Bergþór Jóhannsson látinn

  Bergþór Jóhannsson látinn

  12.12.2006


  Bergþór JóhannssonBergþór Jóhannsson mosafræðingur var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 19. desember kl. 15. Bergþór lést 10. desember s.l., tæplega 73 ára að aldri. Bergþór var starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands frá árinu 1964 þar til hann lét af starfi fyrir aldurs sakir á árinu 2003. Hann vann þó áfram við rannsóknir sínar eftir það meðan heilsan leyfði.

 • 11.12.2006

  NÍ óskar eftir væng af jólarjúpunni

  NÍ óskar eftir væng af jólarjúpunni

  11.12.2006


  Nú á aðventunni má búast við að flestir veiðimenn verki rjúpur sem þeir skutu í haust og eru þeir hvattir til að senda Náttúrufræðistofnun annan vænginn af hverjum fugli til að sem áreiðanlegastar niðurstöður fáist um aldurshlutföll í rjúpnaaflaum í haust. Markmiðið er að ná um 500 fuglum úr hverjum landshluta, en nokkru færri vængir hafa borist en 2005 og endurspeglar það væntanlega minni veiði.

 • 08.12.2006

  Gagnasjá með gróðurkortum af Íslandi á vefnum

  Gagnasjá með gróðurkortum af Íslandi á vefnum

  08.12.2006

  Opnuð hefur verið gagnasjá með útgefnum gróðurkortum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samtals er um að ræða um 100 kortblöð sem þekja meginhluta Miðhálendisins, Suður- Þingeyjarsýslu, Snæfellsnes, Borgarfjarðarhérað og nágrenni höfuðborgarsvæðisins, allt austur fyrir Þingvallavatn.

 • 08.12.2006

  Til hamingju Ísland!

  Til hamingju Ísland!

  08.12.2006

  Nú er nýr vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands orðinn opinber. Við kveðjum nú gamla útlitið á NÍ vefnum og væntum þess að nýi vefurinn megi verða lifandi tenging milli stofnunarinnar og þeirra sem þyrstir í fróðleik og fréttir úr náttúru Íslands. Nýi NÍ-vefurinn hefur verið í smíðum um nokkra hríð. Hann er ekki fullmótaður og mun væntanlega taka nokkrum breytingum á næstu vikum. Vefir á borð við þennan eru heldur aldrei fullmótaðir. Þeir eru í stöðugri endurnýjun og taka sífelldum breytingum. Vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands á að vera lifandi, fróðlegur og skemmtilegur; rétt eins og stofnunin sjálf.

 • 14.11.2006

  Nýr umhverfisráðherra í heimsókn

  Nýr umhverfisráðherra í heimsókn

  14.11.2006

  Í september 2006 kom Jónína Bjartmarz, nýr umhverfisráðherra í heimsókn á Náttúrufræðistofnun.

 • 14.11.2006

  Tuttugu og sex rjúpnaveiðidagar í stað 47

  Tuttugu og sex rjúpnaveiðidagar í stað 47

  14.11.2006

  Umhverfisráðherra hefur kynnt ákvörðun sína um rjúpnaveiðar í haust. Niðurstaða ráðherrans byggir á mati Náttúrufræðistofnunar á veiðiþoli rjúpnastofnins og verður aðeins heimilað að veiða rjúpur í 26 daga en í fyrra voru veiðidagar 47.

 • 14.11.2006

  Aldurssamsetning rjúpna á veiðitíma 2006

  Aldurssamsetning rjúpna á veiðitíma 2006

  14.11.2006

  Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þeir veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.

 • 14.11.2006

  Frjóríkasta sumarið í Reykjavík

  Frjóríkasta sumarið í Reykjavík

  14.11.2006

  Frjómælingum er lokið í ár og nú liggur fyrir uppgjör ársins. Birkitíminn var um margt óvenjulegur og hófst snemma með sendingu frá Austur–Evrópu, þegar hlýr loftmassi náði hingað til lands hlaðinn frjókornum, sem ættuð voru úr skógum meginlandsins. Í tvo daga, 9. og 10. maí, mældust í Reykjavík fleiri frjó en yfir heilt tímabil í meðalári.

 • 14.11.2006

  Rannsóknir á sjúkdómsvöldum í rjúpum

  Rannsóknir á sjúkdómsvöldum í rjúpum

  14.11.2006

  Nýtt samvinnuverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands, Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræðum og Reiknifræðistofu Háskóla Íslands á sviði rjúpnarannsókna hófst á haustdögum 2006. Í þessu nýja verkefni er ætlunin að rannsaka hlutverk sjúkdómsvalda, m.a. sníkjudýra, í stofnsveiflu íslensku rjúpunnar. Unnið verður á Norðausturlandi. Rannsaka á heilbrigði, líkamsástand og sjúkdómsvalda rjúpunnar yfir eina rjúpnasveiflu (um 10 ár), en fyrsti hluti rannsóknanna er hugsaður til þriggja ára. Sýna verður aflað einu sinni á ári, í október, og fyrsti leiðangurinn var farinn nú í haust.

 • 14.11.2006

  Fékk pöddubók í verðlaun!

  Fékk pöddubók í verðlaun!

  14.11.2006


  Goði Hólmar Gíslason vann til verðlauna Náttúrufræðistofnunar á Vísindavöku RANNÍS í september 2006. Goði komst næst því að giska rétt á fjölda holugeitunga í krukku, en þeir voru teknir úr búi í Kópavogi í lok ágúst.


  130 manns skiluðu inn tillögum og var Goði getspakastur: giskaði á 1438 geitunga, en þeir voru 1380. Enginn komst nær réttri tölu. Goði Hólmar sem verður sex ára 6. október n.k kom ásamt systur sinni og föður til að taka við verðlaununum úr hendi Erlings Ólafssonar skordýrafræðings.

 • 14.11.2006

  NÍ á Vísindavöku 2006

  NÍ á Vísindavöku 2006

  14.11.2006

  Mörg hundruð manns heimsóttu bás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku í september. Þar kynnti stofnunin starfsemi sína og geitungarannsóknir og vöktu flugurnar og búin sem þar voru til sýnis mikla athygli gesta. Í básnum voru einnig veggspjöld þar sem landnám og lífsferill geitunganna var rakinn sem og ljósmyndir á veggjum og skjá.

 • 13.11.2006

  Miklar breytingar á lífríki Surtseyjar 2006

  Miklar breytingar á lífríki Surtseyjar 2006

  13.11.2006

  Árlegur sumarleiðangur líffræðinga Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar var farinn dagana 17. - 20. júlí, 2006. Að þessu sinni voru gerðar mælingar á þekju gróðurs og tegundasamsetningu í föstum rannsóknareitum, en í þeim var einnig mæld ljóstillífun plantna og losun koltvísýrings úr jarðvegi.

 • 01.03.2006

  Ný sýn í gagnagrunna Náttúrufræðistofnunar

  Ný sýn í gagnagrunna Náttúrufræðistofnunar

  01.03.2006

  PlöntuvefsjáÁ ársfundi Náttúrufræðistofnunar verður opnuð Plöntuvefsjá NÍ, en hún er fyrsta skrefið í þá átt að veita almenningi aðgang að gagnastöfnum stofnunarinnar á netinu. Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur, er verkefnisstjóri Plöntuvefsjárinnar og mun hún kynna þróunarvinnuna og stöðu verksins á Hrafnaþingi n.k. miðvikudag, 1. mars.
  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur það langtímamarkmið að veita aðgang að gagnasöfnun stofnunarinnar á netinu og er vefsjá mjög hentugt verkfæri til þess. Næstu skref í þróun náttúruvefsjánna verða Fuglavefsjá og Smádýravefsjá.

 • 27.02.2006

  Glókollar bíða afhroð

  Glókollar bíða afhroð

  27.02.2006

  GlókollurGlókollurinn sem er einn nýjasti varpfuglinn á Íslandi, virðist hafa beðið afhroð. Aðeins einn fugl sást í árlegri vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar í ársbyrjun; á Tumastöðum í Fljótshlíð, en árið 2002 voru þegar flestir glókollar fundust í talningunni voru þeir 127. Fyrsta glókollsvarpið var staðfest á Hallomsstað 1999 og breiddist varpið hratt út þannig að sumarið 2004 voru þessir minnstu fuglar í Evrópu búnir að leggja undir sig nær alla grenilundi og lerkiskóga á landinu. Þessi öra útbreiðsla er rakin til góðs tíðarfars og mikils sitkalúsafaraldurs sem náði hámarki 2003. Síðan hallaði undan fæti hjá þessum smávaxna fugli, trúlega vegna mikilla vetrarkulda og bleytu haustið 2004. Sumarið 2005 var ljóst að fuglunum hafði fækkað mjög og það sem af er vetri hefur aðeins spurst til örfárra glókolla.