Fréttir
-
25.01.2007
Safnið opnað á ný
Safnið opnað á ný
25.01.2007
Náttúrugripasafnið á Hlemmi var opnað aftur fimmtudaginn 24. janúar en safnið hefur verið lokað frá 12. desember 2006 þegar mikill vatnsskaði varð í sýningarsal á 4. hæð. Í stað geirfuglsins sem keyptur var til landsins 1971 verður þar nú til sýnis forvitnilegt líkan af geirfugli sem Kristján Geirmundsson hamskeri frá Akureyri gerði úr langvíuhömum á árinu 1938.
-
22.01.2007
Kóralsvæði á Hrafnaþingi
Kóralsvæði á Hrafnaþingi
22.01.2007
Djúpsjávarkórallar og vistkerfi þeirra eru viðfangsefni Sigmars A. Steingrímssonar, sjávarlíffræðings á Hrafnaþingi n.k. miðvikudag 24. janúar. Kóralsvæði hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og er víða stefnt að því að koma í veg fyrir eyðileggingu þeirra með því að banna veiðar á þeim.
-
22.01.2007
Fuglatalning í janúar 2007
Fuglatalning í janúar 2007
22.01.2007
Hin árvissa vetrarfuglatalning fór að þessu sinni fram helgina 6.-7. janúar 2007 en Náttúrufræðistofnun Íslands hefur skipulagt þessar talningar frá 1952. Talið var á um 150 einstökum svæðum um land allt og hafa niðurstöður þegar borist frá 132 svæðum. Alls tóku um 130 manns þátt í talningunni og voru það allt sjálfboðaliðar eins og ávallt í sögu þessara talninga. Þetta eru álíka mörg svæði og í fyrra en þá var metþátttaka. Bráðabirgðaniðurstöður má finna hér og þar er jafnframt hægt að skoða tölur allt til 2002, ásamt samanburði milli ára.
-
02.01.2007
Nýárskveðja