Fréttir

 • 29.03.2007

  Ár liðið frá Mýraeldum

  Ár liðið frá Mýraeldum

  29.03.2007

  Hvaða áhrif höfðu Mýraeldar á lífríki?

  Þann 30. mars 2007 er ár liðið frá því að hinir miklu sinueldar komu upp á Mýrum en þeir geisuðu með hléum í þrjá sólarhringa. Eldarnir fóru yfir 72 km2 landsvæði og eru mestu sinueldar sem þekktir eru í gjörvallri Íslandssögunni. Mýraeldar voru líkastir náttúruhamförum og stóð mikil barátta við að hemja útbreiðslu þeirra og koma í veg fyrir að þeir grönduðu mannvirkjum og búpeningi á Mýrum. Slökkvistarf tókust giftusamlega og lítið sem ekkert eignatjón varð í eldunum.

   

 • 27.03.2007

  Náttúrufræðistofnun leggst gegn fugldrápi með svefnlyfjum

  Náttúrufræðistofnun leggst gegn fugldrápi með svefnlyfjum

  27.03.2007

   

  Náttúrufræðistofnun Íslands lagðist í umsögn gegn leyfisveitingu til VST til að gera tilraunir með svefnlyf til að fækka sílamáfi á höfuðborgarsvæðinu. Engu að síður veitti Umhverfisstofnun undanþáguna og er fyrirhugað að bera út svefnlyf í byggðir sílamáfa á höfuðborgarsvæðinu í vor. Garðaholt, Rjúpnahæð og Vatnsendi eru nefnd sem hugsanleg svæði en NÍ gerir alvarlegar athugsemdir við þetta svæðaval og bendir m.a. á í umsögn sinni að erlendis sé gerð krafa um að slíkar aðgerðir séu aðeins heimilaðar á svæðum þar sem hægt er að takmarka umferð almennings, a.m.k tímabundið. Telur stofnunin engan þessara staða koma til greina við slíkar tilraunir enda vaxandi byggð allt um kring.

   

 • 22.03.2007

  Er vorið komið?

  Er vorið komið?

  22.03.2007


  Það er afar misjafnt hvað fólk velur sér sem vorboða. Margir velja heiðlóuna, aðrir eru varkárari og bíða kríunnar. Hrossaflugan Tipula rufina er einn vorboða skordýrafræðings á Náttúrufræðistofnun. Á henni er sjaldnast óðagot, en hún hefur löngum kosið að hafa vaðið fyrir neðan sig og bíða þar til vika er liðin af maí. Ein var þó ekki á þeim buxunum að þessu sinni, en hún sat stolt af sínum löngu fótum á húsvegg í Hafnarfirði 17. mars síðastliðinn.


 • 19.03.2007

  Ræður særokið kjarrvexti birkis á Íslandi?

  Ræður særokið kjarrvexti birkis á Íslandi?

  19.03.2007


  Íslenska birkið er mestmegnis kjarr og lægra en tveir metrar enda þótt finna megi stórvaxið birki á stöku stað inn til landsins. Að þessu leyti sker Ísland sig nokkuð úr öðrum svæðum við norðurjaðar tempraða beltisins þar sem birkið er 3-6 metrar á hæð og 10-12 m þar sem skilyrði eru best. Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur fjallar á Hrafnaþingi, n.k miðvikudag, um stærð og vöxt íslenska birkisins, m.a. eftir landslagi og vegðurfari og um hugsanleg tengls særoks og kjarrvaxtar birkisins. Hrafnaþing er öllum opið og hefst kl. 12:15 stundvíslega. • 18.03.2007

  Sýning á steinasýnum Jónasar Hallgrímssonar

  Sýning á steinasýnum Jónasar Hallgrímssonar

  18.03.2007


  Á þessu ári eru liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar og verður þess minnst með ýmsu móti. Á sýningu sem opnuð verður n.k. miðvikudag 21. mars í Amtsbóksafninu á Akureyri verður ekki aðeins staðnæmst við skáldið heldur einnig náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson. Þar gefur m.a. að líta nokkur þeirra jarðfræðisýna sem Jónas safnaði á ferðum sínum um Ísland á árunum 1837–1842 og varðveitt eru í vísindasafni Náttúrufræðistofnunar Íslands og í Jarðfræðisafni Kaupmannahafnarháskóla.


 • 06.03.2007

  Náttúruvernd á Hrafnaþingi

  Náttúruvernd á Hrafnaþingi

  06.03.2007


  Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, heldur fyrirlestur á Hrafnaþingi miðvikudaginn 7.mars kl. 12.15 um náttúruvernd og náttúruverndaráætlun. Í fyrirlestrinum rekur Jón Gunnar í stuttu máli sögu náttúruverndar á Íslandi eftir setningu fyrstu náttúruverndarlaga árið 1956 og setur í samhengi við þróun þessara mála á alþjóðavettvangi. Sjá nánar um efnið hér.