Ræður særokið kjarrvexti birkis á Íslandi?

19.03.2007

Íslenska birkið er mestmegnis kjarr og lægra en tveir metrar enda þótt finna megi stórvaxið birki á stöku stað inn til landsins. Að þessu leyti sker Ísland sig nokkuð úr öðrum svæðum við norðurjaðar tempraða beltisins þar sem birkið er 3-6 metrar á hæð og 10-12 m þar sem skilyrði eru best. Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur fjallar á Hrafnaþingi, n.k miðvikudag, um stærð og vöxt íslenska birkisins, m.a. eftir landslagi og vegðurfari og um hugsanleg tengls særoks og kjarrvaxtar birkisins. Hrafnaþing er öllum opið og hefst kl. 12:15 stundvíslega.