Fréttir

 • 29.08.2007

  Hrafnar á Hlemmi

  Hrafnar á Hlemmi

  29.08.2007

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur haft afnot af sýningarglugga í biðstöð Strætó á Hlemmi síðan í febrúar sl. þegar örsýningin „Hefurðu rekist á hvítabjörn?“ var sett upp í tengslum við Safnanótt. Sú sýning vakti mikla athygli og ánægju hjá gestum og gangandi og því var ákveðið að halda þessu framtaki áfram. Nú er í gangi þriðja örsýning Náttúrufræðistofnunar á Hlemmi og fjallar hún um hrafninn.

 • 29.08.2007

  Nýtt Fjölrit um íslenska land- og vatnaþörunga

  Nýtt Fjölrit um íslenska land- og vatnaþörunga

  29.08.2007

  Í sumar kom út 48. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar sem inniheldur heildaryfirlit yfir íslenska land- og vatnaþörunga. Helgi Hallgrímsson líffræðingur tók saman þörungatalið en þar má finna upplýsingar um þörunga almennt, ágrip af sögu þörungarannsókna á Íslandi, skrá yfir 1450 þörungategundir á Íslandi og heimildir.

 • 24.08.2007

  Þjóðargjöf á faraldsfæti

  Þjóðargjöf á faraldsfæti

  24.08.2007

  Árið 1985 fékk Náttúrufræðistofnun Íslands til varðveislu sneið af risafuru sem ríkisstjórn Bandaríkjanna gaf íslensku þjóðinni á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974. Vegna húsnæðisvanda Náttúrufræðistofnunar var þjóðargjöfinni komið fyrir í Háskólabíói til bráðabirgða. Nú er svo komið að Háskólabíó getur ekki lengur hýst furusneiðina og hefur Náttúrufræðistofnun því ákveðið að fela nýstofnuðu Náttúruminjasafni Íslands umsjón með henni. Furusneiðin verður til sýnis í Náttúrufræðistofu Kópavogs þar til Náttúruminjasafn Íslands hefur fengið sitt eigið húsnæði.