Hrafnar á Hlemmi

29.08.2007
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur haft afnot af sýningarglugga í biðstöð Strætó á Hlemmi síðan í febrúar sl. þegar örsýningin „Hefurðu rekist á hvítabjörn?“ var sett upp í tengslum við Safnanótt. Sú sýning vakti mikla athygli og ánægju hjá gestum og gangandi og því var ákveðið að halda þessu framtaki áfram. Nú er í gangi þriðja örsýning Náttúrufræðistofnunar á Hlemmi og fjallar hún um hrafninn.

Rúmlega 1.300 ára gamall rauðviður frá Kaliforníu. Sneiðin er 2,42 m í þvermál og vegur rúmt tonn. Ljósm. Snorri Baldursson.

Hrafninn er algengur og áberandi fugl í íslenskri náttúru og þjóðtrú. Hann tengist goðafræðinni og landnámi Íslands, en einnig eru til margar íslenskar þjóðsögur, frásagnir, vísur og ljóð af hröfnum. Hrafninn er einkennismerki Náttúrufræðistofnunar og þar að auki stendur stofnunin fyrir fræðsluerindum yfir vetrartímann sem kallast Hrafnaþing.

Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir, sýningarhönnuður, sá um uppsetningu sýningarinnar en Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri og starfsmaður NÍ, sá um uppstoppun á hröfnunum. Strætó bs. og starfsfólki Strætó á Hlemmi er þakkað fyrir velvild og aðstoð.

Hrafnar á Hlemmi verða til sýnis fram eftir hausti, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað tekur við af þeirri sýningu.

Sjá einnig "Hvítabjörninn vinsæll á Safnanótt"