Fréttir

 • 30.10.2007

  Ólafur Karl Nielsen sæmdur gullmerki Skotveiðifélags Íslands

  Ólafur Karl Nielsen sæmdur gullmerki Skotveiðifélags Íslands

  30.10.2007

  Á fundi Skotveiðifélags Íslands síðastliðinn sunnudag, 28. október, var dr. Ólafur Karl Nielsen, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sæmdur gullmerki Skotveiðifélags Íslands.

 • 29.10.2007

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2007

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2007

  29.10.2007

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands var haldinn í 14. sinn föstudaginn 26. október á Hótel Loftleiðum. Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, flutti ávarp þar sem hún ræddi m.a. um mikilvægi þess að styrkja stöðu náttúruverndar á Íslandi með því að veita aukið fé til rannsókna á grunnþáttum náttúrunnar og að leggja mat á gildi friðlýstra svæða. Eftir ávarp ráðherra flutti Jón Gunnar Ottósson, forstjóri, skýrslu stofnunarinnar þar sem fram kom m.a. að loksins hyllir undir raunverulega lausn á langvinnum húsnæðisvanda stofnunarinnar. Eftir nýafstaðið útboð hefur verið ákveðið að ganga til lokasamninga við fyrirtækið Urriðaholt ehf. um byggingu nýs húsnæðis fyrir stofnunina í Urriðaholti, Garðabæ, sem ljúka á fyrir haustið 2009.

 • 16.10.2007

  Nýtt Fjölrit um vöktun válistaplantna

  Nýtt Fjölrit um vöktun válistaplantna

  16.10.2007


  Fimmtugasta Fjölrit Náttúrufræðistofnunar er komið út og fjallar það um vöktun válistaplantna árin 2002-2006. Í ritinu er gerð grein fyrir 47 plöntutegundum og vaxtarsvæðum þeirra, þar af eru 38 tegundir á válista og 21 tegund friðuð samkvæmt lögum. Höfundar eru Hörður Kristinsson, Eva G. Þorvaldsdóttir og Björgvin Steindórsson.


 • 12.10.2007

  Hrafnaþing á Hlemmi 2007-2008

  Hrafnaþing á Hlemmi 2007-2008

  12.10.2007

  Nú styttist í að Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar hefji göngu sína, en fyrsta erindið verður 7. nóvember. Hægt er að nálgast dagskrá vetrarins á heimasíðunni.


 • 08.10.2007

  Vaxandi áhyggjur af sjófuglastofnum í Norðurhöfum

  Vaxandi áhyggjur af sjófuglastofnum í Norðurhöfum

  08.10.2007


  Víðtækar umhverfisbreytingar sem rekja má til breytinga á loftslagi hafa raskað fæðuvef sjófugla í Norðurhöfum. Síðustu ár hefur fuglum í sjófuglabyggðum fækkað og margir stofnar eiga erfitt með að koma ungum á legg.


 • 05.10.2007

  Njósnað um ferðir fugla á Vísindavöku 2007

  Njósnað um ferðir fugla á Vísindavöku 2007

  05.10.2007

  Mörg hundruð manns heimsóttu bás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku í september. Þar kynnti stofnunin starfsemi sína, fuglarannsóknir og rafeindamerkingar. Í básnum voru veggspjöld með upplýsingum um ferðir fugla, ásamt uppstoppuðum fuglum með áföstum rafeindamerkingum og ljósmyndir á veggjum og skjá.

 • 03.10.2007

  Segir enn af spánarsniglum

  Segir enn af spánarsniglum

  03.10.2007


  Frétt af spánarsniglum hér á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar 18. september síðastliðinn vakti töluverð viðbrögð og tilkynningar um allskyns snigla bárust stofnuninni í kjölfarið. Þar á meðal var tilkynning um spánarsnigla á Ólafsfirði. Ekki þykja tíðindin góð.