Hrafnaþing á Hlemmi 2007-2008

12.10.2007

Nú styttist í að Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar hefji göngu sína, en fyrsta erindið verður 7. nóvember. Hægt er að nálgast dagskrá vetrarins á heimasíðunni.

Kreppuástand ríkir meðal sjófugla og er lundinn meðal þeirra tegunda sem eiga erfitt uppdráttar. Ljósm. Erling Ólafsson.

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar og var þetta í sjötta sinn sem það var haldið. Hrafnaþingið var með svipuðu móti og áður, en erindi voru flutt að jafnaði annan hvern miðvikudag í sal Möguleikhússins á Hlemmi frá kl. 12:15 – 13:00.

Á dagskrá vetrarins voru 13 áhugaverð fræðsluerindi um rannsóknir og athuganir innan ýmissa sérgreina náttúrufræðinnar og voru þau opin öllum.

7.
nóv.
Sigurður H. Magnússon, plöntuvistfræðingur NÍ Þungmálmar og brennisteinn í mosa: áhrif álvera á Íslandi
21. nóv. Friðgeir Grímsson, jarðfræðingur Steingerðar flórur Íslands
5. des. Freydís Vigfúsdóttir, líffræðingur NÍ Sjófuglar í breytilegu umhverfi
9.
jan.
Snorri Baldursson, forstöðumaður Upplýsingadeildar NÍ Fyrirlestur féll niður
30.
jan.
Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrufstofu NV Berghlaupið við Morsárjökul 17. apríl 2007
6.
feb.
Þröstur Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur HÍ Útbreiðsla og ákafi Mýraelda 2006
20.
feb.
Lilja Karlsdóttir, líffræðingur HÍ Birkifrjókorn - Má lesa sögu erfðablöndunar ilmbjarkar og fjalldrapa úr jarðvegi?
27. feb. Jónatan Þorvaldsson, sérfræðingur Skrímsli
5.
mars
Guðrún Gísladóttir, prófessor HÍ Áhrif jarðvegsrofs á kolefnisbúskap og landgæði
26.
mars
Tómas Grétar Gunnarsson, Háskólasetrið á Snæfellsnesi Vaðfuglar og votlendi
2. apríl Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur NÍ Á varpstöðvum margæsa á 80° norðlægrar breiddar
16.
apríl
Gróa Valgerður Ingimundardóttir, líffræðingur NÍ Vorblóm (Draba) á Íslandi
30.
apríl
Fyrirlestur féll niður


 

Dagskrá Hrafnaþings veturinn 2007-2008 á pdf-formi (39K)