Njósnað um ferðir fugla á Vísindavöku 2007

05.10.2007

Mörg hundruð manns heimsóttu bás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku í september. Þar kynnti stofnunin starfsemi sína, fuglarannsóknir og rafeindamerkingar. Í básnum voru veggspjöld með upplýsingum um ferðir fugla, ásamt uppstoppuðum fuglum með áföstum rafeindamerkingum og ljósmyndir á veggjum og skjá.

Í tilefni af Vísindavöku gaf Náttúrufræðistofnun út bækling Njósnað um ferðir fugla um mismunandi gerðir rafeindamerkinga, þar sem ferðum margæsa, rjúpna og stuttnefja voru gerð góð skil:

Fræðslubæklingurinn Njósnað um ferðir fugla

Útbúið var fræðsluefni fyrir börnin, m.a. litablað og bæklingur þar sem ferðalag margæsa er kortlagt með hreyfimyndum: