Ólafur Karl Nielsen sæmdur gullmerki Skotveiðifélags Íslands

30.10.2007
Á fundi Skotveiðifélags Íslands síðastliðinn sunnudag, 28. október, var dr. Ólafur Karl Nielsen, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sæmdur gullmerki Skotveiðifélags Íslands.
Ólafur Karl Nielsen að merkja fálkaunga sumarið 2007. Ljósm. Daníel Bergmann.

Ólafur hefur síðan 1981 stundað yfirgripsmiklar rannsóknir á íslenska rjúpnastofninum og vaktað ástand hans og stofnsveiflur. Þessar rannsóknir hafa m.a. nýst til að meta veiðiþol stofnsins og myndað grunn að ákvörðun umhverfisráðherra um fyrirkomulag rjúpnaveiða ár hvert. Á sama tíma hefur hann vaktað íslenska fálkann og rannsakað tengsl hans og rjúpunnar.

 

Frétt Skotveiðifélags Íslands

Frétt Náttúrufræðistofnunar Íslands um að draga þurfi úr veiðum 2007