Fréttir

 • 29.11.2007

  Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands kosinn forseti Bernarsamningsins

  Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands kosinn forseti Bernarsamningsins

  29.11.2007

  Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, var í dag kosinn forseti Bernarsamningsins um verndun villtra plantna, dýra og lífsvæða í Evrópu á aðildarríkjafundi samningsins í Strasborg í Frakklandi. Bernarsamningurinn er einn helsti samningur Evrópu á sviði náttúruverndar og undirstaða náttúruverndarlöggjafar margra Evrópuþjóða. Tæplega fimmtíu ríki í Evrópu og Norður-Afríku eru aðilar að samningnum. • 27.11.2007

  Hörður Kristinsson og grasafræðirannsóknir á Íslandi

  Hörður Kristinsson og grasafræðirannsóknir á Íslandi

  27.11.2007

  Málþing til heiðurs Herði Kristinssyni, grasafræðingi, var haldið á Akureyri á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands föstudaginn 23. nóvember síðastliðinn. Málþingið var vel sótt af sérfræðingum, samstarfsmönnum og áhugafólki um grasafræði, en Hörður hefur stundað grasafræðirannsóknir á Íslandi í hartnær hálfa öld.

 • 21.11.2007

  Rjúpan og árstíðirnar

  Rjúpan og árstíðirnar

  21.11.2007


  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur haft afnot af sýningarglugga í biðstöð Strætó á Hlemmi síðan í febrúar sl. þegar örsýningin „Hefurðu rekist á hvítabjörn?“ var sett upp í tengslum við Safnanótt. Sú sýning vakti mikla athygli og ánægju hjá gestum og gangandi og því var ákveðið að halda þessu framtaki áfram. Nú er í gangi fjórða örsýning Náttúrufræðistofnunar á Hlemmi og fjallar hún um rjúpuna.


 • 13.11.2007

  Málþing til heiðurs Herði Kristinssyni

  Málþing til heiðurs Herði Kristinssyni

  13.11.2007


  Hörður Kristinsson, grasafræðingur, verður sjötugur þann 29. nóvember n.k. Til að heiðra Hörð og grasafræðirannsóknir hans í um hálfa öld býður Náttúrufræðistofnun Íslands til málþings um íslenska grasafræði á Hótel KEA á Akureyri þann 23. nóvember kl. 14:00. Málþingið er öllum opið og að því loknu verður gestum boðið til móttöku.
 • 12.11.2007

  Fyrirlestrar Hrafnaþings á netinu!

  Fyrirlestrar Hrafnaþings á netinu!

  12.11.2007

  Nú er hægt að fylgjast með erindum Hrafnaþings á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. Til okkar hafa borist fyrirspurnir um hvort hægt væri að senda út fyrirlestra Hrafnaþings í gegnum netið, þannig að þeir sem ekki hafa möguleika á að mæta á Hlemm geti samt sem áður fylgst með.

 • 08.11.2007

  Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2007

  Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2007

  08.11.2007


  Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þeir veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.


 • 02.11.2007

  Arnþór Garðarsson hlýtur heiðursviðurkenningu Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Arnþór Garðarsson hlýtur heiðursviðurkenningu Náttúrufræðistofnunar Íslands

  02.11.2007

  Á ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands, þann 26. október síðastliðinn, var heiðursviðurkenning stofnunarinnar veitt í fyrsta sinn dr. Arnþóri Garðarssyni, prófessor við Háskóla Íslands, fyrir ómetanlegt framlag til rannsókna og vöktunar á náttúru Íslands og frumkvöðlastarf í verndun íslensks votlendis.