Arnþór Garðarsson hlýtur heiðursviðurkenningu Náttúrufræðistofnunar Íslands

02.11.2007
Á ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands, þann 26. október síðastliðinn, var heiðursviðurkenning stofnunarinnar veitt í fyrsta sinn dr. Arnþóri Garðarssyni, prófessor við Háskóla Íslands, fyrir ómetanlegt framlag til rannsókna og vöktunar á náttúru Íslands og frumkvöðlastarf í verndun íslensks votlendis.
Arnþór Garðarsson prófessor við Háskóla Íslands tók á móti viðurkenningunni. Ljósm. Ágúst Ú. Sigurðsson.

Arnþór birti sína fyrstu grein um fuglalíf á Seltjarnarnesi aðeins 17 ára gamall og hefur allt frá því sett sterkan svip á náttúrufræðirannsóknir og kennslu.

Með heiðursviðurkenningu Náttúrufræðistofnunar Íslands fylgdi útskorinn hrafn eftir Ragnhildi Magnúsdóttur, betur þekkt sem Ranka í Kotinu, sem er handverksmaður ársins 2006.