Fyrirlestrar Hrafnaþings á netinu!

12.11.2007
Nú er hægt að fylgjast með erindum Hrafnaþings á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. Til okkar hafa borist fyrirspurnir um hvort hægt væri að senda út fyrirlestra Hrafnaþings í gegnum netið, þannig að þeir sem ekki hafa möguleika á að mæta á Hlemm geti samt sem áður fylgst með.

Flugfjaðrir á fyrsta árs fugli. Ljósm. Erling Ólafsson.
Við höfum brugðist við þessum fyrirspurnum og nú er hægt að fylgjast með erindi Sigurðar H. Magnússonar "Þungmálmar og brennisteinn í mosa: áhrif álvera á Íslandi." sem var flutt 7. nóvember. Stefnt er að því að upptökur af erindum Hrafnaþings verði komnar út á heimasíðuna daginn eftir að þau eru flutt. Því miður er ekki hægt að vera með beina útsendingu af Hrafnaþingi vegna tæknilegra vandkvæða, en vonandi á það eftir að koma síðar. 

Við vonumst til þess að þessi nýjung á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar mælist vel fyrir hjá þeim sem áhuga hafa á náttúrufræðum og vilja ekki missa af áhugaverðum erindum sem eru á dagskrá Hrafnaþings í vetur.