Fréttir

 • 27.06.2008

  Litir náttúrunnar - Ný sýning á Hlemmi

  Litir náttúrunnar - Ný sýning á Hlemmi

  27.06.2008

  Ný örsýning Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur verið sett upp í biðstöð Strætó á Hlemmi. Að þessu sinni einbeitum við okkur að jarðfræðitengdu efni og litum í náttúru Íslands, með áherslu á rauða litinn. Mörg örnefni á Íslandi tengjast litum, t.d. Rauðhólar, Rauðisandur og Rauðifoss, og eru rauðir litir í örnefnum oftast skýrðir með lit berggrunns eða jarðefna. Hins vegar tengist blár litur í örnefni oftast fjarlægð og skýrist af áhrifum andrúmsloftsins á ljós. Grænn litur tengist yfirleitt gróðri.


 • 18.06.2008

  Björn sem felldur var 3. júní var smitaður af tríkínum - fréttatilkynning frá Karli Skírnissyni.

  Björn sem felldur var 3. júní var smitaður af tríkínum - fréttatilkynning frá Karli Skírnissyni.

  18.06.2008


  Rannsóknir Karls Skírnissonar dýrafræðings á Tilraunastöðinni á Keldum á ísbirninum sem felldur var skammt frá Þverárfellsvegi 3. júní 2008 sýndu að dýrið var smitað af tríkínum Trichinella sp. Kom það ekki á óvart því rannsóknir danskra sérfræðinga á ísbjörnum frá Austur-Grænlandi sýndu að þar var um helmingur fullorðinna ísbjarna smitaður af tríkínum á 9. áratugnum.


 • 18.06.2008

  Hvítabirnir á Íslandi

  Hvítabirnir á Íslandi

  18.06.2008


  Rúmlega 500 hvítabirnir, Ursus maritimus, hafa sést hér við land frá upphafi Íslandsbyggðar og er það lágmarkstala. Elsta heimildin er frá um 890 þegar Ingimundur gamli, landnámsmaður í Vatnsdal, sá birnu með tvo húna og að sögn varð þá til örnefnið Húnavatn í Þingi í Austur-Húnavatnssýslu.


 • 12.06.2008

  Lærðu að þekkja blóm og jurtir - blómaskoðunarferðir um helgina

  Lærðu að þekkja blóm og jurtir - blómaskoðunarferðir um helgina

  12.06.2008

  Um helgina er nóg um að vera fyrir náttúruunnendur. Á laugardag býður Sesseljuhús í Sólheimum upp á náttúruskoðun fyrir alla fjölskylduna, og á sunnudag er Dagur hinna villtu blóma þar sem boðið er upp á gönguferðir víðs vegar um landið.


 • 11.06.2008

  Fækkunarskeiði rjúpu lokið?

  Fækkunarskeiði rjúpu lokið?

  11.06.2008


  Rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor benda til þess að fækkunarskeið sem hófst 2005/2006 sé afstaðið. Á austanverðu landinu fjölgaði rjúpum verulega eða 30−70%, en stofninn stóð í stað vestanlands. Venjulega hafa fækkunarskeiðin varað í fimm til átta ár. Þetta eru helstu niðurstöður rjúpnatalninga Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor, en mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2007/2008 og veiði 2007.


 • 09.06.2008

  Dregur úr vexti arnarstofnsins - 43 pör með hreiður í ár

  Dregur úr vexti arnarstofnsins - 43 pör með hreiður í ár

  09.06.2008


  Arnarstofninn virðist standa í stað eftir samfelldan vöxt í 40 ár og telur um 65 pör. Af þeim urpu 43 pör í vor og er það mun meira en á síðasta ári þegar arnarhreiðrin voru aðeins 34. Minna bar á vísvitandi truflunum á varpslóðum arna en oft áður. Hræður, flögg og línur sáust á nokkrum arnarsetrum en engir varphólmar höfðu verið brenndir.


 • 06.06.2008

  Frjómælingar hafnar

  Frjómælingar hafnar

  06.06.2008


  Frjómælingar hófust í Reykjavík um miðjan apríl en ekki fyrr en 5. maí á Akureyri vegna vorkulda. Frjómagn í Reykjavík í apríl og maí losaði 1100 frjó/m3 og er það vel yfir meðallagi. Asparfrjó hafa aldrei mælst jafn mörg á þessu tímabili. Birkið náði hámarki í síðustu viku maí. Á Akureyri skall birkitíminn á með hvelli þegar hlýnaði skyndilega síðustu helgina í maí og varð hámarkið þann 26. maí þegar 252 frjó mældust á einum sólarhring. Enn er frjótala grasa lág bæði á Akureyri og í Reykjavík.


 • 04.06.2008

  Spánarsnigill snemma á ferð

  Spánarsnigill snemma á ferð

  04.06.2008


  Þann 29. maí síðastliðinn fannst heldur smávaxinn rauðbrúnn spánarsnigill í húsagarði á Ólafsfirði. Tegundarinnar varð fyrst vart þar í garðinum sumarið 2004 og hefur hún mætt til leiks á hverju sumri síðan. Flestum er það ljóst orðið að hér er enginn aufúsugestur á ferð og er fólk því hvatt til að vera á varðbergi og reyna eftir megni að leggja steina í götu spánarsniglanna.


 • 02.06.2008

  Aukin hveravirkni norðan við Hveragerði

  Aukin hveravirkni norðan við Hveragerði

  02.06.2008


  Kristján Jónasson og Sigmundur Einarsson, jarðfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, hafa undanfarið unnið að athugunum á háhitasvæðum landsins í þeim tilgangi að meta verndargildi jarðminja. Jarðhitasvæðin í og við Hveragerði voru könnuð skömmu fyrir Suðurlandsskjálftann 29. maí sl. Þann 20. maí var farið um jarðhitasvæðin í Hveragerði og við Gufudal og þann 28. maí var farið um jarðhitasvæðið í Grensdal. Þann 31. maí voru svæðin skoðuð aftur með tilliti til breytinga á hveravirkni. Engar beinar mælingar hafa verið gerðar á hverunum og því er hér aðeins um sjónmat að ræða.