Fréttir

 • 05.02.2010

  Hrafnaþing 10. febrúar: Flokkun og verndargildi jarðminja á háhitasvæðum á Íslandi

  Hrafnaþing 10. febrúar: Flokkun og verndargildi jarðminja á háhitasvæðum á Íslandi

  05.02.2010

  Kristján Jónasson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt og Sigmundar Einarssonar „Flokkun og verndargildi jarðminja á háhitasvæðum á Íslandi“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 10. febrúar næstkomandi.

 • 01.02.2010

  Hvítabjörn í Þistilfirði - fréttatilkynning um fyrstu niðurstöður athugana

  Hvítabjörn í Þistilfirði - fréttatilkynning um fyrstu niðurstöður athugana

  01.02.2010


  Hvítabjörn var felldur skammt frá Óslandi í Þistilfirði 27. janúar s.l. Eftir að hafa tekið feldinn af dýrinu á Sauðárkróki var björninn fluttur til Reykjavíkur. Samkvæmt beiðni frá Náttúrufræðistofnun Íslands krufði Karl Skírnisson dýrafræðingur á Tilraunastöðinni á Keldum björninn ásamt þeim Ólöfu Guðrúnu Sigurðardóttur, meinafræðingi á Keldum og Þorvaldi Björnssyni, hamskera á Náttúrufræðistofnun. Fyrstu niðurstöður athugana eru í meðfylgjandi fréttatilkynningu.