Fréttir
-
25.03.2010
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2010
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2010
25.03.2010
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 17. sinn föstudaginn 19. mars síðastliðinn í Þjóðmenningarhúsinu að Hverfisgötu. Fundurinn var mjög vel sóttur en meginþema hans var kynning á vistgerðarannsóknum og verðmæti þeirra, verndargildi eldvirkra svæða á Íslandi og líffræðileg fjölbreytni bæði í fungu landsins sem og sjávarbotni.
-
23.03.2010
Eyjafjallajökull - Eldvirkni á Fimmvörðuhálsi á nútíma
Eyjafjallajökull - Eldvirkni á Fimmvörðuhálsi á nútíma
23.03.2010
Eldgos hófst á norðanverðum Fimmvörðuhálsi um kl. 23 laugardaginn 20. mars og stendur enn þegar þetta er ritað. Jarðeldurinn kemur í kjölfar mikillar skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli undanfarnar þrjár vikur. Svipaðar hrinur jarðskjálfta hafa orðið undir Eyjafjallajökli frá árinu 1994 samfara landrisi. Ungar gosminjar hafa lengi verið þekktar á Fimmvörðuhálsi, þó jarðvísindamenn hafi greint á um aldur þeirra. Þó að minni jöklar á kuldatímabilum á nútíma hafi farið yfir þær eru þar heillegir gjallgígar og lítt rofin hraun sem ólíklegt verður að teljast að gætu staðist rofmátt ísaldarjökuls. Gos þessi hafa öll verið frekar lítil. Ekki er vitað hvort gosið hefur í jökli á sama tíma.
-
22.03.2010
Hrafnaþing 24. mars: Villisveppir á barrnálabeði - sveppavertíðin 2009
Hrafnaþing 24. mars: Villisveppir á barrnálabeði - sveppavertíðin 2009
22.03.2010
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Nattúrufræðistofnun, flytur erindi sitt „Villisveppir á barrnálabeði - sveppavertíðin 2009“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 24. mars næstkomandi.
-
19.03.2010
Málþing um Jarðminjagarða 24. mars í Salnum, Kópavogi
Málþing um Jarðminjagarða 24. mars í Salnum, Kópavogi
19.03.2010
Málþingið „Jarðminjagarðar á Íslandi - Eldfjallagarður á Reykjanesskaga“ verður haldið í Salnum Kópavogi miðvikudaginn 24. mars næstkomandi. Það eru Jarðfræðafélag Íslands, Náttúrustofa Suðurlands, Náttúrustofa Norðurlands vestra, Náttúrustofa Reykjaness, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands sem standa að málþinginu og er það öllum opið.
-
16.03.2010
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2010
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2010
16.03.2010
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu föstudaginn 19. mars kl. 13:15 – 19:00.
-
15.03.2010
Laussvæfir geitungar á útmánuðum
Laussvæfir geitungar á útmánuðum
15.03.2010
Borið hefur á því að geitungar hafi rumskað af vetrarsvefni nú á útmánuðum 2010 í meiri mæli en áður hefur vitnast en slíkt svefnrask hefur heyrt til undantekninga á þessum árstíma. Er einstök veðurblíða ástæðan eða er orsökin sú að óvenju margar drottningar bíða nú vorsins? Það mun væntanlega koma í ljós í sumar.
-
05.03.2010
Náttúrufræðistofnun skiptir miklu máli að mati mikils meirihluta þjóðarinnar
Náttúrufræðistofnun skiptir miklu máli að mati mikils meirihluta þjóðarinnar
05.03.2010
Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að um 72,5% landsmanna telur að starfsemi Náttúrufræðistofnunar skipti miklu máli. Þetta kemur fram í athugun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúrufræðistofnun í febrúarmánuði, samhliða venjulegum spurningavagni, og er sambærilegt við niðurstöður könnunarinnar undanfarin ár. Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar segist mjög sáttur við það traust og viðhorf til stofnunarinnar sem birtist í niðurstöðunum. „Það er mjög ánægjulegt að sjá þessar jákvæðu niðurstöður núna á þessum erfiðu tímum“ segir Jón Gunnar.
-
04.03.2010
Hrafnaþing 10. mars: Flokkun og verndargildi gróðurs og landgerða á háhitasvæðum á Íslandi
Hrafnaþing 10. mars: Flokkun og verndargildi gróðurs og landgerða á háhitasvæðum á Íslandi
04.03.2010
Ásrún Elmarsdóttir, plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, flytur erindi sitt og Olgu Kolbrúnar Vilmundardóttur „Flokkun og verndargildi gróðurs og landgerða á háhitasvæðum á Íslandi“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 10. mars næstkomandi.