Hrafnaþing 10. mars: Flokkun og verndargildi gróðurs og landgerða á háhitasvæðum á Íslandi
04.03.2010
Ásrún Elmarsdóttir, plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, flytur erindi sitt og Olgu Kolbrúnar Vilmundardóttur „Flokkun og verndargildi gróðurs og landgerða á háhitasvæðum á Íslandi“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 10. mars næstkomandi. 
Verið velkomin á Hrafnaþing!
Erindið verður flutt miðvikudaginn 10. mars milli kl. 12.15 og 13 í sal söngskólans Domus Vox að Laugavegi 116, 2. hæð (sjá kort).
Allir velkomnir á Hrafnaþing!
Frekari upplýsingar um erindið er að finna á vef stofnunarinnar. Einnig er skýrslan „Flokkun gróðurs og landgerða á háhitasvæðum Íslands“ á vef stofnunarinnar (NI-09013).