Fréttir

 • 20.05.2010

  Eldfjallaútfellingar frá nýju gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi

  Eldfjallaútfellingar frá nýju gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi

  20.05.2010


  Í eldgosum, eða í kjölfar þeirra, myndast ýmiss konar útfellingar. Þessar eldfjallaútfellingar mynda skánir á yfirborði hrauna, í hraunhellum eða við gígop. Flestar útfellinganna verða til beint úr hraunkvikugasi sem streymir út um op í kólnandi berginu. Útfellingasteindirnar ralstónít, HD og thenardít eru meðal þeirra tegunda sem myndast hafa á hrauni sem rann í Fimmvörðuhálsgosinu.

 • 19.05.2010

  Rauðhumla - athyglisverður nýr landnemi

  Rauðhumla - athyglisverður nýr landnemi

  19.05.2010


  Á undanförnum árum hafa allmargir nýliðar bæst við smádýrafánu landsins og á hlýnandi loftslag þar að öllum líkindum umtalsverðan þátt. Fæstar þeirra vekja athygli almennings enda skaðlausar og hverfa í hópinn sem fyrir er. Aðrar vekja meiri athygli ýmist vegna þess að þær eru ólíkar tegundum sem við eigum að venjast eða fyrir að vera óþokkar og valda skaða og leiðindum. Rauðhumla er nýliði sem sker sig úr hópnum fyrir sérstakt útlit en hún verður seint talin til óþokkanna.

 • 06.05.2010

  Vangaveltur um hegðun eldstöðva á Suðurlandi

  Vangaveltur um hegðun eldstöðva á Suðurlandi

  06.05.2010

  Sigmundur Einarsson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands ritar grein á vef stofnunarinnar þar sem hann veltir fyrir sér breytingum sem orðið hafa á hegðun sumra af stóru eldstöðvunum á Suðurlandi eftir miðja síðustu öld. Þegar Katla sveikst um að gjósa eftir miðja 20. öld spurðu ýmsir hvort verið gæti að gos í Vestmannaeyjum hefðu slegið Kötlu út af laginu. Og nú er talið að Heklugos sé í vændum. Ætli gosið í Eyjafjallajökli sé líklegt til að trufla þau áform? Þá benda söguleg tengsl milli gosa í Kötlu og Eyjafjallajökli til að stutt sé í næsta Kötlugos.

 • 05.05.2010

  Ráðstefna um vernd og endurheimt votlendis

  Ráðstefna um vernd og endurheimt votlendis

  05.05.2010


  Að frumkvæði umhverfisráðuneytisins verður efnt til ráðstefnu í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands um votlendi og endurheimt þess. Titill ráðstefnunnar er Endurheimt votlendis - hvað þarf til? Ráðstefnan er haldin í tilefni alþjóðlegs árs líffræðilegrar fjölbreytni og í ljósi vaxandi umræðu um mikilvægi votlendis í loftslagsbreytingum.

 • 05.05.2010

  Nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar - Gömul íslensk steinasöfn í Kaupmannahöfn

  Nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar - Gömul íslensk steinasöfn í Kaupmannahöfn

  05.05.2010


  Út er komið nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar „Gömlu íslensku steinasöfnin í Geologisk Museum í Kaupmannahöfn“, en ritið er það 53. í röðinni. Höfundur þess er Sveinn P. Jakobsson.