Nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar - Gömul íslensk steinasöfn í Kaupmannahöfn

05.05.2010

Út er komið nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar „Gömlu íslensku steinasöfnin í Geologisk Museum í Kaupmannahöfn“, en ritið er það 53. í röðinni. Höfundur þess er Sveinn P. Jakobsson.

Auk fyrrgreinds sérsafns eru í Geologisk Museum varðveitt nokkur önnur gömul íslensk steinasöfn, sem safnað var fram til 1910, m.a. af Helga Pjeturss.

Ritið má nálgast á vef stofnunarinnar á pdf-formi, en best er að hafa samband við bókasafn stofnunarinnar (bokasafn@ni.is) til að fá prentað eintak. Það kostar 1600 kr.