Vangaveltur um hegðun eldstöðva á Suðurlandi

06.05.2010
Sigmundur Einarsson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands ritar grein á vef stofnunarinnar þar sem hann veltir fyrir sér breytingum sem orðið hafa á hegðun sumra af stóru eldstöðvunum á Suðurlandi eftir miðja síðustu öld. Þegar Katla sveikst um að gjósa eftir miðja 20. öld spurðu ýmsir hvort verið gæti að gos í Vestmannaeyjum hefðu slegið Kötlu út af laginu. Og nú er talið að Heklugos sé í vændum. Ætli gosið í Eyjafjallajökli sé líklegt til að trufla þau áform? Þá benda söguleg tengsl milli gosa í Kötlu og Eyjafjallajökli til að stutt sé í næsta Kötlugos.
Katla sefur undir hvilftinni sunnantil í Mýrdalsjökli (vinstra megin við miðja mynd). Horft frá Eldhrauni yfir Skaftártungu. Ljósm. Sigmundur Einarsson.

Í greininni veltir Sigmundur vöngum yfir þessum spurningum og fleirum. Greinina má nálgast á vef stofnunarinnar.