Fréttir

 • 14.06.2010

  Ernir og fálkar skotnir þrátt fyrir stranga friðun

  Ernir og fálkar skotnir þrátt fyrir stranga friðun

  okn_falki_med_skotsar

  14.06.2010

  Rannsóknir Náttúrufræðistofnunar Íslands á hræjum friðaðra fugla sem fundist hafa á undanförnum árum sýna að fleiri en fimmti hver örn og fjórði hver fálki sem fundist hafa dauðir hafa verið skotnir. Þetta virðingarleysi fyrir landslögum kemur á óvart, en báðar þessar tegundir eru á válista og stranglega friðaðar, örninn frá 1914 og fálkinn frá 1940. Löggjöf um varðveislu og uppstoppun friðaðra fugla og verslun með þá er gölluð og því er erfitt að koma böndum á þessa ólöglegu iðju. Rótgróin óvild fámenns hóps í garð arnarins á hér einnig hlut að máli og fégræðgi þeirra sem höndla með friðaða fugla.

 • 11.06.2010

  Rjúpnatalningar 2010 - Fréttatilkynning

  Rjúpnatalningar 2010 - Fréttatilkynning

  11.06.2010

  Rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor sýna að landið skiptist í tvo hluta með tilliti til stofnbreytinga rjúpunnar. Uppsveifla var í stofninum á Norður- og Austurlandi þriðja árið í röð og annað árið í röð á Vestfjörðum, samandregið var aukningin á þessum svæðum að meðaltali um 29%. Rjúpnastofninn á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi hefur síðustu ár hagað sér á annan máta og þar hefur verið fækkun allt frá 2005 ef undan er skilið árið 2009. Samandregið fyrir öll talningasvæði í þessum landshlutum var meðalfækkun 39% á milli áranna 2009 og 2010. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2009/2010 og veiði 2009.

 • 10.06.2010

  Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í apríl og maí 2010 – fréttatilkynning

  Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í apríl og maí 2010 – fréttatilkynning

  10.06.2010


  Fjöldi frjókorna í apríl og maí losaði 2000 frjó/m3 sem er það hæsta sem mælst hefur í Reykjavík. Birkifrjó hafa ekki verið fleiri síðan vorið 2006. Á Akureyri var mun minna um frjókorn enda tíðarfar fremur svalt. Hámark birkifrjóa þar verður nú í byrjun júní en ekki í maí eins og undanfarin ár. Framundan er frjótími grasa, túnsúru og hundasúru. Í júní eru frjótölur oftast lágar en geta farið yfir 10 þegar kemur fram í miðjan mánuðinn. Á stöðum þar sem gras er látið óslegið og það fær að blómgast og vaxa úr sér verða frjótölur þó mun hærri en mælingar sýna. Á Íslandi er grasofnæmi algengasta frjóofnæmið.