Rjúpnatalningar 2010 - Fréttatilkynning

11.06.2010
Rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor sýna að landið skiptist í tvo hluta með tilliti til stofnbreytinga rjúpunnar. Uppsveifla var í stofninum á Norður- og Austurlandi þriðja árið í röð og annað árið í röð á Vestfjörðum, samandregið var aukningin á þessum svæðum að meðaltali um 29%. Rjúpnastofninn á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi hefur síðustu ár hagað sér á annan máta og þar hefur verið fækkun allt frá 2005 ef undan er skilið árið 2009. Samandregið fyrir öll talningasvæði í þessum landshlutum var meðalfækkun 39% á milli áranna 2009 og 2010. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2009/2010 og veiði 2009.

Nánar um rjúpnatalningar 2010.