Fréttir
-
30.01.2011
Náttúrufræðistofnun í Samfélaginu í nærmynd
Náttúrufræðistofnun í Samfélaginu í nærmynd
30.01.2011
Föstudagsþáttur Samfélagsins í nærmynd þann 28. janúar var sendur út frá Náttúrufræðistofnun. Rætt var við sérfræðinga stofnunarinnar um rannsóknir sem þar eru unnar og gengið var um safnaskálana.
-
30.01.2011
Góð aðsókn á Hrafnaþing
Góð aðsókn á Hrafnaþing
30.01.2011
Góður rómur var gerður að erindi Sigmundar Einarssonar um Búrfellshraun á Hrafnaþingi síðastliðinn miðvikudag. Á sjötta tug manna hlýddu á erindið sem haldið var í nýjum húsakynnum Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti.
-
26.01.2011
Fiðrildavöktun bætist liðsauki
Fiðrildavöktun bætist liðsauki
26.01.2011
Hafist var handa við vöktun fiðrilda hér á landi árið 1995 og stóð Náttúrufræðistofnun Íslands að því. Verkefnið hefur eflst til mikilla muna á seinni árum, en áhugamaður undir Eyjafjöllum, nokkrar náttúrustofur og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa komið inn í verkefnið. Undanfarið hafa starfsmenn þriggja náttúrustofa fengið þjálfun í tegundagreiningum í hinni nýju aðstöðu sem Náttúrufræðistofnun hefur upp á að bjóða á Urriðaholti í Garðabæ.
-
26.01.2011
Búrfellshraun, hraunið við Urriðaholt - erindi á Hrafnaþingi
Búrfellshraun, hraunið við Urriðaholt - erindi á Hrafnaþingi
26.01.2011
Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun, mun flytja erindi um Búrfellshraunið á Hrafnaþingi á morgun, 26. janúar.
-
17.01.2011
Krían og kreppan - varpvistfræði kríunnar á Snæfellsnesi
Krían og kreppan - varpvistfræði kríunnar á Snæfellsnesi
17.01.2011
Viðkomubrestur og fækkun í varpstofnum kría við Norður Atlantshaf hefur verið viðloðandi í rúman áratug og víða verið tengd ætisskorti. Skortur á viðunandi æti til ungauppeldis veldur hægum vaxtaþroska unga og leiðir oft til víðtæks ungadauða í vörpunum. Að hvaða marki ætisskortur stýrir víðtækum varpbresti má meta með mælingum á hve samstillt tímasetning ungadauða er innan og milli varpa, ásamt mælingum á fæðu, tíðni fæðugjafa og ungavexti. Um þetta fjallar Freydís Vigfúsdóttir, líffræðingur á Náttúrufræðistofnun og doktorsnemi í dýravistfræði, í erindi á fræðslufundi Fuglverndar þriðjudagskvöldið 18. janúar.
-
17.01.2011
Kría endurheimt í Brasilíu
Kría endurheimt í Brasilíu
17.01.2011
Fréttavefurinn strandir.is greinir frá endurheimt kríu sem merkt var við Bakkagerði á Ströndum í júlí 2009. Krían fannst í Brasilíu, eða um 9996 kílómetra frá merkingarstaðnum í Bakkagerði. Náttúrufræðistofnun hefur umsjón með fuglamerkingum á Íslandi og tók á móti tilkynningunni. Um að ræða fyrstu endurheimtu íslenskrar kríu frá Suður-Ameríku.
-
17.01.2011
Erfðafræðirannsóknir á fálka og rjúpu
Erfðafræðirannsóknir á fálka og rjúpu
17.01.2011
Meistaranemi við auðlindadeild Háskólans á Akureyri og sérfræðingar á Náttúrufræðistofnun vinna nú að erfðafræðirannsóknum á fálka og rjúpu en sameindaerfðafræðilegar aðferðir eru notaðar við erfðagreiningu á sýnum sem safnað hefur verið síðastliðin þrjátíu ár. Þetta er gert til að varpa ljósi á líffræðilegan fjölbreytileika og vistfræði þessara tegunda.
-
17.01.2011
Iðandi líf í jólatré
Iðandi líf í jólatré
17.01.2011
Íbúi í Hafnarfirði kom með væna grein af jólatrénu sínu til Náttúrufræðistofnunar en tréð hafði reynst líflegra en við var búist. Tréð, sem hann hafði keypt í ræktunarreit í Mosfellsbæ, tók að iða af lífi þegar það var komið á sinn stað inni í stofu.
-
17.01.2011
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
17.01.2011
Einir. Nánar má fræðast um eini á Plöntuvefsjá Náttúrufræðistofnunar. Ljósm. Gróa Valgerður Ingimundardóttir. -
17.01.2011
Náttúrufræðistofnun Íslands formlega tekin til starfa í Urriðaholti í Garðabæ
Náttúrufræðistofnun Íslands formlega tekin til starfa í Urriðaholti í Garðabæ
17.01.2011
Náttúrufræðistofnunar Íslands tók formlega til starfa í nýjum heimkynnum í Urriðaholti í Garðabæ síðastliðinn föstudag. Við opnunina tóku til máls Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar, Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ, Eyþór Einarsson elsti starfsmaður Náttúrufræðistofnunar og Ólafur Helgi Ólafsson stjórnarformaður Náttúrufræðihúss ehf.
-
17.01.2011
Náttúrufræðistofnun tekur formlega til starfa í Urriðaholti
Náttúrufræðistofnun tekur formlega til starfa í Urriðaholti
17.01.2011
Náttúrufræðistofnun Íslands tekur formlega til starfa í dag í nýjum heimkynnum í Urriðaholti í Garðabæ.
-
17.01.2011
Vetrarfuglatalning 2010
Vetrarfuglatalning 2010
17.01.2011
Hin árlega vetrarfuglatalning sem Náttúrufræðistofnun Íslands hefur skipulagt frá 1952 fer að þessu sinni fram sunnudaginn 9. janúar n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi.
-
17.01.2011
Nýtt fyrirkomulag fuglamerkinga
Nýtt fyrirkomulag fuglamerkinga
17.01.2011
Náttúrufræðistofnun Íslands ber lögum samkvæmt að annast fuglamerkingar hér á landi og veitir hún leyfi til merkinga á villtum fuglum. Fuglamerkingar á Íslandi hófust 1921 á vegum Danans Peter Skovgaard. Skömmu síðar (1932) byrjuðu fuglamerkingar á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands (þá Náttúrugripasafnið). Allan þann tíma hafa aðeins þrír menn borið hitann og þungann af fuglamerkingunum; fyrstu árin Magnús Björnsson, en lengst af Finnur Guðmundsson (til ársins 1978) og Ævar Petersen eftir daga Finns.
-
17.01.2011
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2010
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2010
17.01.2011
Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.
-
17.01.2011
Litskrúðug páfiðrildi vekja athygli
Litskrúðug páfiðrildi vekja athygli
17.01.2011
Páfiðrildin glæsilegu slæðast stöku sinnum til landsins með varningi þó aldrei nema fáein á ári hverju. Það er því athyglisvert að þrjú slík hafa borist Náttúrufræðistofnun Íslands á jafnmörgum dögum.
-
17.01.2011
Yfirlit frjómælinga sumarið 2010
Yfirlit frjómælinga sumarið 2010
17.01.2011
Met var slegið í frjókornafjölda í Reykjavík sumarið 2010 en aldrei áður hafa mælst jafn mörg frjókorn á einu sumri þar, eða ríflega 7000 talsins. Á Akureyri reyndist sumarið í tæpu meðallagi.
-
17.01.2011
Sveppabókin Íslenskir sveppir og sveppafræði eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum er komin út hjá bókaforlaginu Skruddu
Sveppabókin Íslenskir sveppir og sveppafræði eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing á Egilsstöðum er komin út hjá bókaforlaginu Skruddu
17.01.2011
Útgáfu bókarinnar verður fagnað með útgáfuteiti í listastofunni Reykjavík art gallery á Skúlagötu 30 í Reykjavík kl. 17-19 föstudaginn 5. nóvember. Fluttar verða ræður og hlýtt á harmónikkuleik. Þangað eru allir velkomnir.
-
14.01.2011
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2010
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2010
14.01.2011
Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.