Samkomulag um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftárhreppi
18.02.2011
Umhverfisráðuneytið og sveitarstjórn Skaftárhrepps hafa náð samkomulagi um að vinna að stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs innan sveitarfélagsins. Samkomulagið byggist á samþykktri tillögu til þingsályktunar um Náttúruverndaráætlun 2009-2013. Unnið verður að friðlýsingu á Langasjó og hluta Eldgjár og nágrennis. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir samkomulagið tímamótaáfanga í náttúruvernd hér á landi. Sjá nánar á vef umhverfisráðuneytisins.
Svæðið sem um ræðir skartar jarðfræðiminjum, tilkomumiklu landslagi og sjaldgæfri vistgerð, breiskjuhraunavist, en í Náttúruverndaráætlun 2009-2013 var í fyrsta sinn lagt til að vernda sérstaklega vistgerðir.
Náttúrufræðistofnun Ísland vill benda á að nálgast má frekari upplýsingar um svæðið, náttúrufar og náttúruvernd, í skýrslum stofnunanarinnar
- Náttúrufar og náttúrurminjar suðvestan Vatnajökuls, NÍ-06008 (pdf, 28MB)
- Náttúrufar og náttúruminjar umhverfis Vatnajökul – Samantekt, NÍ-06009 (pdf, 10MB)
- Verndun svæða, vistgerða og tegunda. Tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands vegna náttúruverndaráætlunar 2009-2013, NÍ-08008 (pdf, 6MB).
- Sjá jafnframt Tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013 á vef Alþingis (pdf, 7MB).

Langisjór, Fögrufjöll, Skaftá, Vatnajökull. ©Helga Davids