Fjölmenni á opnu húsi
07.03.2011
Gífurleg aðsókn var á opið hús á Náttúrufræðistofnun síðastliðinn laugardag en á milli fimm og sex þúsund gestir lögðu leið sína í Urriðaholtið til að sækja stofnunina heim. Þessi mikli áhugi þykir sýna hversu frjór jarðvegurinn er fyrir fræðslu um náttúru landsins og þörfina fyrir sýningarsafn í náttúrufræðum.
Húsið var opið milli kl. 13 og 17 og var stöðugur straumur fólks allan tímann þrátt fyrir rok og rigningu og þurftu margir frá að hverfa.
Sérfræðingar stofnunarinnar tóku á móti gestum og fræddu þá um störf sín.
![]() | ![]() |
Geirfuglinn er sívinsæll. ©KB | Áhugamenn um sæfjaðrir. ©KB |
Myndskeið frá opnu húsi á YouTube