Fréttir

 • 29.04.2011

  Saga geirfuglsins á Hrafnaþingi

  Saga geirfuglsins á Hrafnaþingi

  29.04.2011

  Uppsett eintak af geirfugli er varðveitt á Náttúrufræðistofnun Íslands. Geirfuglar voru feitir og pattaralegir svartfuglar og skyldastir álku. Heimkynni þeirra voru beggja vegna Atlantshafs og urpu þeir einkum á afskekktum og fremur lágum úthafseyjum. Geirfuglar voru eftirsóttir vegna kjöts, fiðurs og fitu sem sjómenn notuðu sem ljósmeti og var þeim útrýmt með skefjalausri veiði.

 • 26.04.2011

  Áhrif loftslagsbreytinga á heimskautagróðurfar

  Áhrif loftslagsbreytinga á heimskautagróðurfar

  26.04.2011

  Hlýnun jarðar er hvað hröðust á norðurhveli jarðar. Í fyrirlestri sem Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands býður upp á í Háskólanum á Akureyri verður fjallað um áhrif hlýnunarinnar á heimskautagróðurlendi og þær rannsóknaraðferðir sem notaðar eru. Erindið verður haldið fimmtudaginn 28. apríl kl. 12:10 í stofu M101 í Miðborg (nýbygging HA).

 • 20.04.2011

  Ný bók um rannsóknir á plöntuleifum úr íslenskum jarðlögum

  Ný bók um rannsóknir á plöntuleifum úr íslenskum jarðlögum

  20.04.2011

  Bókin er afrakstur rannsókna á plöntuleifum úr jarðlögum, kortlagningu þeirra og aldursgreiningar, auk samanburðarannsókna við aðrar steingerðar og núlifandi tegundir og lýsingu á frjókornum. Friðgeir Grímsson, einn höfunda, nýtti vísindasafn steingervinga á Náttúrufræðistofnun til rannsóknanna og var hann jafnframt starfsmaður stofnunarinnar.

 • 18.04.2011

  Vinnustofa í fjarkönnun

  Vinnustofa í fjarkönnun

  18.04.2011

  Þann 7. - 8. apríl s.l. var haldin tveggja daga vinnustofa í fjarkönnun á Náttúrufræðistofnun Íslands. Leiðbeinandi var Dr. Martha Raynolds frá háskólanum í Fairbanks í Alaska. Martha hefur á undanförnum árum unnið að rannsóknum og kortlagningu á gróðri á norðurheimsskautssvæðum.

 • 15.04.2011

  Heilbrigði rjúpunnar á Hrafnaþingi

  Heilbrigði rjúpunnar á Hrafnaþingi

  15.04.2011

  Rannsóknir fara nú fram á tengslum heilbrigðis við stofnbreytingar íslensku rjúpunnar en rannsaka á í a.m.k. tíu ár nokkra þætti sem endurspegla heilbrigði hennar, þ.e. holdarfar, sjúkdómsvalda, virkni ónæmiskerfis og fitukirtils og streituástand. Meginspurningarnar eru hvort tengsl séu á milli heilbrigðis rjúpunnar og stofnbreytinga, og einnig hver séu innbyrðis tengsl þeirra þátta sem lýsa heilbrigði rjúpunnar.

 • 12.04.2011

  Breytingar eiga sér stað á lífríki landsins okkar

  Breytingar eiga sér stað á lífríki landsins okkar

  12.04.2011

  Um þessar mundir verðum við vitni að umtalsverðum breytingum á lífríki Íslands. Talið er að hlýnandi loftslag eigi ríkan þátt í því ásamt ýmsum breytingum sem orðið hafa á högum og athöfnum okkar mannanna. Breytingar hafa orðið á búskaparháttum og landnýtingu með minnkandi beitarálagi búsmala því samfara. Minnkandi sauðfjárbeit sem dæmi hefur heilmikil keðjuverkandi áhrif á lífríkið almennt samfara hlýnandi loftslagi.

 • 05.04.2011

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2011

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2011

  05.04.2011

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 18. sinn föstudaginn 1. apríl s.l. í húsnæði stofnunarinnar að Urriðaholtsstræti í Garðabæ. Fundurinn var vel sóttur og voru haldin mörg athyglisverð erindi um ýmis verkefni sem unnið hefur verið að á stofnuninni, þ. á m. um myndun útfellinga í Eyjafjallagosunum, vöktun frjókorna í lofti, vöktun fiðrilda og aðgerðir gegn ágengum tegundum. Sagt var frá hugmyndum um framsetningu gagna stofnunarinnar til almennings og atburðarásinni við strand og verkun á steypireyðinni, sem strandaði á Skaga s.l. sumar, var lýst.

 • 04.04.2011

  Áhrif loftslagbreytinga á heimskautagróðurlendi á Hrafnaþingi

  Áhrif loftslagbreytinga á heimskautagróðurlendi á Hrafnaþingi

  04.04.2011

  Hlýnun jarðar er hvað hröðust á norðurhveli jarðar. Í fyrirlestri á Hrafnaþingi verður fjallað um áhrif hlýnunarinnar á heimskautagróðurlendi og þær rannsóknaraðferðir sem notaðar eru.