Fréttir

 • 26.05.2011

  Nýtt frjóalmanak fyrir Reykjavík og Akureyri

  Nýtt frjóalmanak fyrir Reykjavík og Akureyri

  26.05.2011

  Frjóalmanakið sýnir hvenær búast má við frjógerðum sem ýmist valda ofnæmi eða eru góð vísbending um þroska og framvindu gróðurs. Það er hugsað til viðmiðunar fyrir þá sem eru með frjóofnæmi og byggir á 23 og 13 ára vöktun frjókorna í lofti annars vegar í Reykjavík hins vegar á Akureyri.

 • 26.05.2011

  Gervitungl greina verulega aukningu gróðurs á Íslandi

  Gervitungl greina verulega aukningu gróðurs á Íslandi

  26.05.2011

  Greining á gögnum frá gervitunglum NOAA-stofnunarinnar í Bandaríkjunum sýna að gróður hefur aukist mikið hér á landi á undanförnum árum. Tunglin greina m.a. gróðurstuðul (NDVI-index) sem er mælikvarði á blaðgrænu og grósku gróðurs á yfirborði jarðar. Gögn frá tunglunum ná aftur til ársins 1982. Þau hafa verið notuð til að fylgjast með og rannsaka langtímabreytingar á gróðri víða um lönd. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur að undanförnu unnið að greiningu á gögnum fyrir Ísland yfir tímabilið 1982 – 2010. Greiningin er gerð í samvinnu við dr. Martha K. Raynolds, gróður- og fjarkönnunarfræðing við háskólann í Fairbanks í Alaska. Fyrstu niðurstöður liggja nú fyrir. Þær staðfesta að gróður hefur verið í sókn á Íslandi síðustu ár eins og margir hafa talið sig sjá merki um, samanber nýlega frétt frá Landgræðslu ríkisins. Þetta eru líklega fyrstu mæliniðurstöður af þessu tagi sem birtar eru fyrir landið í heild.

 • 17.05.2011

  Fornleifarannsókn á Urriðakoti á Hrafnaþingi

  Fornleifarannsókn á Urriðakoti á Hrafnaþingi

  17.05.2011

  Fornleifarannsóknir hafa staðið yfir á Urriðakoti á síðustu árum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Urriðakot á sér ekki langa sögu í heimildum en bæjarins er fyrst getið á 16. öld. Átti því enginn von á því þarna myndu koma í ljós svo umfangsmiklar minjar sem raun ber vitni.

 • 13.05.2011

  Vefur um alaskalúpínu og skógarkerfil

  Vefur um alaskalúpínu og skógarkerfil

  13.05.2011

  Opnaður hefur verið nýr vefur agengar.land.is þar sem dregnar eru saman upplýsingar um eiginleika og útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils ásamt mögulegum aðgerðum til upprætingar. Á undanförnum árum hefur verið nokkur umræða um áhrif ágengra framandi tegunda á lífríki Íslands. Alaskalúpína og skógarkerfill eru framandi plöntutegundir sem voru fluttar til landsins, m.a. til að græða land upp og sem garðaprýði, en teljast nú vera ágengar.

 • 11.05.2011

  Surtsey á frímerki Sameinuðu þjóðanna

  Surtsey á frímerki Sameinuðu þjóðanna

  11.05.2011

  Póstþjónusta Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út sex ný frímerki með myndum af UNESCO heimsminjum á Norðurlöndum og er Surtsey á einu þeirra. Surtsey fór á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2008 sem einstakur staður náttúruminja á heimsmælikvarða. Náttúrufræðistofnun hefur frá upphafi Surtseyjargossins unnið að rannsóknum í Surtsey í samvinnu við Surtseyjarfélagið og Hafrannsóknastofnunina.

 • 09.05.2011

  Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár

  Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár

  09.05.2011

  Flestar tegundir sem verpa í óshólmum Eyjafjarðarár eru útbreiddar hér á landi og nær allar algengar. Sjaldgæfasta tegundin á landsvísu er grafönd. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár 2010 sem unnin var fyrir Umhverfisnefnd Akureyrarbæjar.